Högni í Hjaltalín: Fimm bestu Nu Metal-smellirnir 10. nóvember 2011 10:30 Högni Egilsson söngvari Hjaltalín. Högni Egilsson tónlistarmaður í Hjaltalín velur hér fimm bestu smellina úr Nu Metal-tónlistarstefnunni.1. N 2 gether now. ft Method Man með Limp Bizkit Eitt best heppnaða samvinnuverkefni Nu Metal-tímabilsins. Létt og leikandi lag með áberandi hipphopp-áhrifum. Óborganlegt flæði rapparans Method Man úr Wu-Tang klíkunni gerir lagið að einni af langlífustu afurðum stefnunnar.Korn.2. Blind með Korn Nu Metal-tónlistarstefnan birtist í einni sinni tærustu mynd í laginu Blind með sveitinni Korn sem kom út á upphafsplötu hljómsveitarinnar árið 1994. Leggja má sannfærandi rök fyrir því. Sérstætt samspil hljóðfæranna og fordæmislaus barkasöngur söngvarans Jonathans Davis segja allavega hálfa söguna.3. Change (in the house of flies) með Deftones Deftones er sú hljómsveit sem náði að gæða hvað mestu lífi í stefnuna, með tilliti til nýsköpunar og almennra rannsókna á sviði tón- og hljóðsköpunar. Spennandi hljóðróf sveitarinnar kom þeim í fremstu víglínu sinnar kynslóðar. Change kom út á plötunni White Pony árið 2000.4. Lowlife með Taproot Sjálfsdepurð og örvænting eru meginþemu eina ferðina enn. Þeir eru minni spámenn sem ná þó að lifa ágætislífi þrátt fyrir að ganga á endanum í spor þeirra sem riðu á undan.Limp Bizkit.5. One step closer með Linkin Park Hvergi náði hispurslaus tilfinningasemi bandarískrar miðstéttar að smeygja sér jafn lævíslega í gegnum viðjar varnarlausra unglinga á hnettinum eins og í líflegri dýnamík söngvarans Chesters Bennington og rapparans Mike Shonoda. Láti hver sig varða. Harmageddon Tónlist Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon
Högni Egilsson tónlistarmaður í Hjaltalín velur hér fimm bestu smellina úr Nu Metal-tónlistarstefnunni.1. N 2 gether now. ft Method Man með Limp Bizkit Eitt best heppnaða samvinnuverkefni Nu Metal-tímabilsins. Létt og leikandi lag með áberandi hipphopp-áhrifum. Óborganlegt flæði rapparans Method Man úr Wu-Tang klíkunni gerir lagið að einni af langlífustu afurðum stefnunnar.Korn.2. Blind með Korn Nu Metal-tónlistarstefnan birtist í einni sinni tærustu mynd í laginu Blind með sveitinni Korn sem kom út á upphafsplötu hljómsveitarinnar árið 1994. Leggja má sannfærandi rök fyrir því. Sérstætt samspil hljóðfæranna og fordæmislaus barkasöngur söngvarans Jonathans Davis segja allavega hálfa söguna.3. Change (in the house of flies) með Deftones Deftones er sú hljómsveit sem náði að gæða hvað mestu lífi í stefnuna, með tilliti til nýsköpunar og almennra rannsókna á sviði tón- og hljóðsköpunar. Spennandi hljóðróf sveitarinnar kom þeim í fremstu víglínu sinnar kynslóðar. Change kom út á plötunni White Pony árið 2000.4. Lowlife með Taproot Sjálfsdepurð og örvænting eru meginþemu eina ferðina enn. Þeir eru minni spámenn sem ná þó að lifa ágætislífi þrátt fyrir að ganga á endanum í spor þeirra sem riðu á undan.Limp Bizkit.5. One step closer með Linkin Park Hvergi náði hispurslaus tilfinningasemi bandarískrar miðstéttar að smeygja sér jafn lævíslega í gegnum viðjar varnarlausra unglinga á hnettinum eins og í líflegri dýnamík söngvarans Chesters Bennington og rapparans Mike Shonoda. Láti hver sig varða.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon