Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson skrifar 28. nóvember 2011 11:00 Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Þessi lán voru öðruvísi en sú fjárhagslega fyrirgreiðsla sem stjórnvöld höfðu áður veitt til fjármálakerfisins. Ríkið var ekki að setja stofnfé inn í bankana þrjá eða veita þeim víkjandi lán. Það var að halda lífi í ónýtum veðlánakröfum sem það hafði keypt af Seðlabankanum til að forða honum frá tæknilegu gjaldþroti í árslok 2008. Kröfurnar á bankana þrjá voru síðan seldar til Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélags Seðlabankans, í lok árs 2009. Skemmst er frá því að segja að VBS tókst að lifa í tæpt ár eftir veitingu lánsins. Á þeim tíma tryggði ESÍ sér aukin veð í eignum VBS. Slitastjórn VBS hafnaði þessum veðtökum og sagði þær „ótilhlýðilegar ráðstafanir til hagsbóta fyrir Seðlabankann og ríkissjóð og til röskunar jafnræði kröfuhafa bankans“. Auk þess taldi slitastjórnin að 26,4 milljarða króna lán ríkisins til VBS hefði verið sýndargerningur þar sem Seðlabankinn og stjórnvöld hefðu vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að tryggja sér veð í eignum hans. Seðlabankinn féll á endanum frá veðtökunni. Askar Capital fékk 6,3 milljarða króna lán frá ríkinu til að starfa áfram. Það var þó fjarri því að vera nægjanlegt til að bjarga bankanum og hann fór í slitameðferð sumarið 2010. Lýstar kröfur í búið nema 41 milljarði, sem er margfalt meira en ætlaðar eignir bankans eru. Saga fékk 19,6 milljarða króna lán frá ríkinu og setti lánið í sérstakt félag sem hefur síðan verið yfirtekið af ESÍ. Saga er ekki farin á hausinn en hefur selt stærstan hluta af starfsemi sinni, fækkað starfsmönnum í tvo og misst bankaleyfið. Ekki er ljóst hvernig ofangreindar kröfur eru bókfærðar hjá ESÍ. Um það vill Seðlabankinn ekki upplýsa. Í síðustu viku lýsti Ríkisendurskoðun hins vegar þeirri skoðun sinni að rekstur ESÍ færi illa saman við dagleg og lögbundin verkefni Seðlabankans. Endurmeta þyrfti tilvist ESÍ og Seðlabankinn ætti að íhuga „hvort það væri ekki í þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild sinni“. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti á miðvikudag að hún ætlaði að hefja formlega rannsókn á lánunum til Sögu, VBS og Aska Capital. Hér að ofan er ekki verið að lýsa leikfléttu í skýjaborg fjárglæframanns. Hér er ekki um hraðsoðna reddingar-viðskiptaáætlun frá 2007 að ræða. Hér eru stjórnvöld og Seðlabanki að selja á milli sín eignir, veita lánafyrirgreiðslur sem eru andstæðar allri almennri skynsemi og brjóta á öðrum kröfuhöfum til að halda uppi virði ónýtra eigna. Á pappír. Miðað við þá heilögu vandlætingu sem ráðamenn hafa ausið yfir fyrrverandi gerendur í íslensku viðskiptalífi hefði seint talist sennilegt að þeir færu að beita sömu meðölum. Annað virðist þó vera upp á teningnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir Skoðun
Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Þessi lán voru öðruvísi en sú fjárhagslega fyrirgreiðsla sem stjórnvöld höfðu áður veitt til fjármálakerfisins. Ríkið var ekki að setja stofnfé inn í bankana þrjá eða veita þeim víkjandi lán. Það var að halda lífi í ónýtum veðlánakröfum sem það hafði keypt af Seðlabankanum til að forða honum frá tæknilegu gjaldþroti í árslok 2008. Kröfurnar á bankana þrjá voru síðan seldar til Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélags Seðlabankans, í lok árs 2009. Skemmst er frá því að segja að VBS tókst að lifa í tæpt ár eftir veitingu lánsins. Á þeim tíma tryggði ESÍ sér aukin veð í eignum VBS. Slitastjórn VBS hafnaði þessum veðtökum og sagði þær „ótilhlýðilegar ráðstafanir til hagsbóta fyrir Seðlabankann og ríkissjóð og til röskunar jafnræði kröfuhafa bankans“. Auk þess taldi slitastjórnin að 26,4 milljarða króna lán ríkisins til VBS hefði verið sýndargerningur þar sem Seðlabankinn og stjórnvöld hefðu vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að tryggja sér veð í eignum hans. Seðlabankinn féll á endanum frá veðtökunni. Askar Capital fékk 6,3 milljarða króna lán frá ríkinu til að starfa áfram. Það var þó fjarri því að vera nægjanlegt til að bjarga bankanum og hann fór í slitameðferð sumarið 2010. Lýstar kröfur í búið nema 41 milljarði, sem er margfalt meira en ætlaðar eignir bankans eru. Saga fékk 19,6 milljarða króna lán frá ríkinu og setti lánið í sérstakt félag sem hefur síðan verið yfirtekið af ESÍ. Saga er ekki farin á hausinn en hefur selt stærstan hluta af starfsemi sinni, fækkað starfsmönnum í tvo og misst bankaleyfið. Ekki er ljóst hvernig ofangreindar kröfur eru bókfærðar hjá ESÍ. Um það vill Seðlabankinn ekki upplýsa. Í síðustu viku lýsti Ríkisendurskoðun hins vegar þeirri skoðun sinni að rekstur ESÍ færi illa saman við dagleg og lögbundin verkefni Seðlabankans. Endurmeta þyrfti tilvist ESÍ og Seðlabankinn ætti að íhuga „hvort það væri ekki í þágu hagsmuna hans að selja eignir félagsins eða félagið í heild sinni“. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti á miðvikudag að hún ætlaði að hefja formlega rannsókn á lánunum til Sögu, VBS og Aska Capital. Hér að ofan er ekki verið að lýsa leikfléttu í skýjaborg fjárglæframanns. Hér er ekki um hraðsoðna reddingar-viðskiptaáætlun frá 2007 að ræða. Hér eru stjórnvöld og Seðlabanki að selja á milli sín eignir, veita lánafyrirgreiðslur sem eru andstæðar allri almennri skynsemi og brjóta á öðrum kröfuhöfum til að halda uppi virði ónýtra eigna. Á pappír. Miðað við þá heilögu vandlætingu sem ráðamenn hafa ausið yfir fyrrverandi gerendur í íslensku viðskiptalífi hefði seint talist sennilegt að þeir færu að beita sömu meðölum. Annað virðist þó vera upp á teningnum.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun