Lausir við timburmennina Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 22. desember 2011 03:00 Málsóknaflóð Framleiðendur Hangover 2 hafa þurft að standa í þrennum málaferlum vegna myndarinnar. Þau mál hafa hins vegar verið leyst farsællega. Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira