Þrýstihópar Þórður Snær Júlíusson skrifar 29. desember 2011 06:00 Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til „að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum". Einn úr hópnum, Reimar Pétursson, skrifaði síðan aðra grein, sem birtist í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar segir hann vanda fjölmiðla vera mikinn „þegar kemur að aðhaldshlutverki þeirra gagnvart stjórnvöldum eða öðrum ráðandi öflum í þjóðfélaginu". Þetta leiði til þess að „fjölmiðlar veita sérstökum saksóknara lítið sem ekkert aðhald, annað en það að krefjast jafnvel enn meiri hörku gagnvart sakborningum. Tíðarandinn og rekstur fjölmiðla krefst þess. Allir ættu að hafa þetta í huga við lestur frétta um rannsóknir sérstaks saksóknara". Í nýlegri greinargerð lögmanns Baldurs Guðlaugssonar, sem hefur verið dæmdur sekur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, segir að Baldur hafi orðið fyrir „dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk". Inntakið hjá öllum er það sama: fjölmiðlar eiga ekki að fjalla um þessi mál. Ef þeir gera það eru þeir gerendur. Bera ábyrgðina og skömmina sem fylgir því að dæma menn fyrir fram. Fjölmiðlar sinna aðhaldshlutverki sínu best, að þeirra mati, með því að segja ekki fréttir. Svona aðfinnslur eru ekki nýjar af nálinni. Meintir sakamenn og aðilar á þeirra vegum hafa ítrekað reynt að hafa óbein áhrif á fréttaskrif með ýmsum hætti á liðnum árum. Oftast eyða þeir reyndar mestu púðri í að upplýsa hversu léleg rannsóknarskýrslan sé, hversu illa gefnir rannsakendur þeirra séu og hversu illa gefinn fréttamaðurinn sé ef hann taki ekki undir með þeim. Það er að vissu leyti skiljanlegt að þessir aðilar hagi málflutningi sínum svona. Flestir þeirra hafa stórar hugmyndir um eigið ágæti, sumir virðast beinleiðis upplifa sig sem einhvers konar hálfguði, og sjálfsmynd þeirra er beintengd við það sem þeir gerðu á hinum fölsku uppgangstímum. Þeir hafa því lítinn áhuga á að sjá hana molna með því að tengjast raunveruleikanum. En hlutverk fréttastofa fjölmiðla er einfalt: að segja fréttir. Þær reyna að gera það heiðarlega og með það fyrir augum að upplýsa lesendur, eða áhorfendur, sína. Það er meginhlutverk þeirra og við þá liggur trúnaður fréttastofu. Þær eiga að segja satt, ekki að gæta hagsmuna. Hvorki sakborninga né annarra. Á Íslandi áttu sér stað atburðir sem eru einstæðir. Umfang blekkingarinnar var hvergi meiri og afleiðingar hennar höfðu gríðarleg áhrif á allt samfélagið. Þetta kemur okkur öllum við og sakamálarannsóknir hrunsins eru því ekki einkamál sakborninga. Málflutningur lögmannanna og skjólstæðinga þeirra verður að skoðast í ljósi þess að hér er háð barátta á milli gerenda í viðskiptum, innan embættismannakerfisins eða í stjórnmálum fyrir bankahrun um hvernig sagan verði skrifuð. Tilraunir til að hafa áhrif á fréttaumfjöllun eru stór liður í þeirri baráttu. Allir ættu að hafa þetta í huga þegar þeir lesa gagnrýni þeirra á störf fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rannsóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til „að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum". Einn úr hópnum, Reimar Pétursson, skrifaði síðan aðra grein, sem birtist í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar segir hann vanda fjölmiðla vera mikinn „þegar kemur að aðhaldshlutverki þeirra gagnvart stjórnvöldum eða öðrum ráðandi öflum í þjóðfélaginu". Þetta leiði til þess að „fjölmiðlar veita sérstökum saksóknara lítið sem ekkert aðhald, annað en það að krefjast jafnvel enn meiri hörku gagnvart sakborningum. Tíðarandinn og rekstur fjölmiðla krefst þess. Allir ættu að hafa þetta í huga við lestur frétta um rannsóknir sérstaks saksóknara". Í nýlegri greinargerð lögmanns Baldurs Guðlaugssonar, sem hefur verið dæmdur sekur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, segir að Baldur hafi orðið fyrir „dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk". Inntakið hjá öllum er það sama: fjölmiðlar eiga ekki að fjalla um þessi mál. Ef þeir gera það eru þeir gerendur. Bera ábyrgðina og skömmina sem fylgir því að dæma menn fyrir fram. Fjölmiðlar sinna aðhaldshlutverki sínu best, að þeirra mati, með því að segja ekki fréttir. Svona aðfinnslur eru ekki nýjar af nálinni. Meintir sakamenn og aðilar á þeirra vegum hafa ítrekað reynt að hafa óbein áhrif á fréttaskrif með ýmsum hætti á liðnum árum. Oftast eyða þeir reyndar mestu púðri í að upplýsa hversu léleg rannsóknarskýrslan sé, hversu illa gefnir rannsakendur þeirra séu og hversu illa gefinn fréttamaðurinn sé ef hann taki ekki undir með þeim. Það er að vissu leyti skiljanlegt að þessir aðilar hagi málflutningi sínum svona. Flestir þeirra hafa stórar hugmyndir um eigið ágæti, sumir virðast beinleiðis upplifa sig sem einhvers konar hálfguði, og sjálfsmynd þeirra er beintengd við það sem þeir gerðu á hinum fölsku uppgangstímum. Þeir hafa því lítinn áhuga á að sjá hana molna með því að tengjast raunveruleikanum. En hlutverk fréttastofa fjölmiðla er einfalt: að segja fréttir. Þær reyna að gera það heiðarlega og með það fyrir augum að upplýsa lesendur, eða áhorfendur, sína. Það er meginhlutverk þeirra og við þá liggur trúnaður fréttastofu. Þær eiga að segja satt, ekki að gæta hagsmuna. Hvorki sakborninga né annarra. Á Íslandi áttu sér stað atburðir sem eru einstæðir. Umfang blekkingarinnar var hvergi meiri og afleiðingar hennar höfðu gríðarleg áhrif á allt samfélagið. Þetta kemur okkur öllum við og sakamálarannsóknir hrunsins eru því ekki einkamál sakborninga. Málflutningur lögmannanna og skjólstæðinga þeirra verður að skoðast í ljósi þess að hér er háð barátta á milli gerenda í viðskiptum, innan embættismannakerfisins eða í stjórnmálum fyrir bankahrun um hvernig sagan verði skrifuð. Tilraunir til að hafa áhrif á fréttaumfjöllun eru stór liður í þeirri baráttu. Allir ættu að hafa þetta í huga þegar þeir lesa gagnrýni þeirra á störf fjölmiðla.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun