Formúla 1

Tvö lið kynnt undir merkjum Lotus og deilt un notkun á nafninu

Robert Kubica og Vitaly Petrov afhjúpa Lotus Renault GP bílinn á Spáni í dag.
Robert Kubica og Vitaly Petrov afhjúpa Lotus Renault GP bílinn á Spáni í dag. Mynd: Getty Images

Lotus Renault GP liðið frumsýndi 2011 bíl sinn formlega á Spáni í dag, á Ricardo Tormo brautinni, en liðið hét áður Renault og ökumenn liðsins eru Robert Kubica frá Póllandi og Vitaly Petrov frá Rússlandi. Sömu ökumenn og óku með Renault í fyrra, en nýja liðið er staðsett í Enstone í Bretlandi eins og Renault í fyrra.

Annað lið sem notaði Lotus nafnið í fyrra frumkynnti einnig bíl sinn í morgun, en það er Team Lotus, sem er staðsett í Norfolk í Bretlandi og er dómsmál í gangi, þar sem Team Lotus og Lotus Renault GP takast á um notkun á Lotus nafninu í ár. Ekki er ljóst hvort öll kurl verða kominn til grafar fyrir fyrsta mót ársins í mars. Ökumenn Team Lotus eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.

"Fyrir Genii Capital og Lotus Renault GP þá verður 2011 tímabilið árið sem við ætlum að ná markmiðum okkar. Núna eigum við liðið 100% og munum eftir sem áður tækla hlutina og með auðmýkt. Ég vil bjóða Lotus bílaframleiðandann velkominn", sagði Gerard Lopez hjá Lotus Renault GP, en fyrirtæki hans Genii Captial samdi við Lotus bílaframleiðandann um samvinnu vetur og nafni Renault liðsins fyrrverandi var breytt í Lotus Renault GP.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×