Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda 25. janúar 2011 21:00 „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu. Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira