Mótshaldarar í Barein ætla að tryggja öryggi á mótsstað þrátt fyrir hótun 16. febrúar 2011 13:46 Jenson Button á Barein brautinni í fyrra. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira