Ræður ríkissjóður við allar þessar niðurfærslur? Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. febrúar 2012 16:14 Sigur réttlætisins, sögðu sumir eftir að dómur Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum féll í síðustu viku. Hagsmunasamtök heimilanna sögðu að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hefðu beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Hafa þau lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001 til 2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti. Samkvæmt dómnum námu viðbótarvextirnir sem Frjálsa fjárfestingabankinn krafðist, en átti ekki rétt á samkvæmt dómnum á miðvikudaginn, nam tæpum 6,6 milljónum króna. Í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá því að niðurstöður dómsins þýddu að hjónin sem stefndu bankanum í umræddu prófmáli fái eftirstöðvar láns sins niðurfærðar um 27%. Það er því augljóst að umtalsverðir hagsmunir voru í húfi fyrir umrædd hjón. Á þessari stundu liggur ekkert ljóst fyrir um það hversu miklir hagsmunir eru í húfi hjá öðrum lántakendum. En sennilegast verða þeir metnir í milljónum í mörgum tilfellum. Það er óhætt að taka undir það sem Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á þingfundi á fimmtudaginn. Ávallt ber að fagna þegar fólk nær rétti sínum fram í dómsmáli, eins og gerðist í þessu tilfelli. Sér í lagi ef bankarnir eru í stakk búnir til að standa af sér það högg sem þeir hafa orðið fyrir án þess að ríkið þurfi að leggja þeim til meira eigið fé. En um leið og dómurinn var kveðinn upp gætti óánægju með það misræmi sem nú verður þegar fyrir liggur að þeir sem tóku ólögleg gengistryggð lán fá lánin niðurfærð en ekki þeir sem voru varkárir og tóku íslensk verðtryggð lán. Færa má rök fyrir því að þeir sem hafi tekið verðtryggð lán kunni hugsanlega að líða fyrir áhrif dómsins því að áhrifin kunna að verða þau að peningamagn í umferð eykst þegar fólk með gengistryggðu lánin fær endurgreitt frá bankastofnunum vegna ofgreiddra vaxta. Það leiðir síðan til aukinnar verðbólgu, sem aftur leiðir til þess að verðtryggðu lánin hækka. Samt liggur ekkert ljóst fyrir um þetta því að áhrif dómsins eru enn svo óljós og því varhugavert að slá því föstu hverjar afleiðingarnar verða. Það breytir því ekki að þeir sem ábyrgð bera á efnahagsmálum geta vel reifað hugmyndir að viðbrögðum við því sem koma skal. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í vikunni sem leið að óhjákvæmilegt væri að koma til móts við þá sem voru með verðtryggð lán vegna þess ósamræmis sem komið er upp eftir að vextir af gengistryggðum lánum hafa verið leiðréttir. Nefnir hann möguleika á að gera það með skattkerfisbreytingum, bótakerfi, niðurfærslum eða öðru. Slíkar aðgerðir hefðu þá óhjákvæmilegar afleiðingar fyrir afkomu ríkissjóðs og spyrja má hvort þær myndu með einhverju móti auka á réttlæti. Ótal spurningar vakna upp, til dæmis um hag þeirra sem aldrei hafa haft efni á að kaupa sér íbúð og eru fastir á leigumarkaði. Myndi niðurfærsla á verðtryggðum lánum á kostnað ríkissjóðs tryggja hag þeirra að einhverju leyti? Og ef ekki, þyrfti ríkisvaldið þá ekki að ráðast í enn aðrar aðgerðir til að tryggja það? Er hægt að niðurfæra lán svo gætt sé að réttlæti í garð allra? Er eðlilegt að niðurfæra skuldir íbúðareigenda á kostnað skattgreiðenda? Lykilspurningin er þó sú hvort ríkissjóður gæti hreinlega ráðið við slíkar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Sigur réttlætisins, sögðu sumir eftir að dómur Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum féll í síðustu viku. Hagsmunasamtök heimilanna sögðu að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hefðu beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Hafa þau lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001 til 2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti. Samkvæmt dómnum námu viðbótarvextirnir sem Frjálsa fjárfestingabankinn krafðist, en átti ekki rétt á samkvæmt dómnum á miðvikudaginn, nam tæpum 6,6 milljónum króna. Í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá því að niðurstöður dómsins þýddu að hjónin sem stefndu bankanum í umræddu prófmáli fái eftirstöðvar láns sins niðurfærðar um 27%. Það er því augljóst að umtalsverðir hagsmunir voru í húfi fyrir umrædd hjón. Á þessari stundu liggur ekkert ljóst fyrir um það hversu miklir hagsmunir eru í húfi hjá öðrum lántakendum. En sennilegast verða þeir metnir í milljónum í mörgum tilfellum. Það er óhætt að taka undir það sem Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á þingfundi á fimmtudaginn. Ávallt ber að fagna þegar fólk nær rétti sínum fram í dómsmáli, eins og gerðist í þessu tilfelli. Sér í lagi ef bankarnir eru í stakk búnir til að standa af sér það högg sem þeir hafa orðið fyrir án þess að ríkið þurfi að leggja þeim til meira eigið fé. En um leið og dómurinn var kveðinn upp gætti óánægju með það misræmi sem nú verður þegar fyrir liggur að þeir sem tóku ólögleg gengistryggð lán fá lánin niðurfærð en ekki þeir sem voru varkárir og tóku íslensk verðtryggð lán. Færa má rök fyrir því að þeir sem hafi tekið verðtryggð lán kunni hugsanlega að líða fyrir áhrif dómsins því að áhrifin kunna að verða þau að peningamagn í umferð eykst þegar fólk með gengistryggðu lánin fær endurgreitt frá bankastofnunum vegna ofgreiddra vaxta. Það leiðir síðan til aukinnar verðbólgu, sem aftur leiðir til þess að verðtryggðu lánin hækka. Samt liggur ekkert ljóst fyrir um þetta því að áhrif dómsins eru enn svo óljós og því varhugavert að slá því föstu hverjar afleiðingarnar verða. Það breytir því ekki að þeir sem ábyrgð bera á efnahagsmálum geta vel reifað hugmyndir að viðbrögðum við því sem koma skal. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í vikunni sem leið að óhjákvæmilegt væri að koma til móts við þá sem voru með verðtryggð lán vegna þess ósamræmis sem komið er upp eftir að vextir af gengistryggðum lánum hafa verið leiðréttir. Nefnir hann möguleika á að gera það með skattkerfisbreytingum, bótakerfi, niðurfærslum eða öðru. Slíkar aðgerðir hefðu þá óhjákvæmilegar afleiðingar fyrir afkomu ríkissjóðs og spyrja má hvort þær myndu með einhverju móti auka á réttlæti. Ótal spurningar vakna upp, til dæmis um hag þeirra sem aldrei hafa haft efni á að kaupa sér íbúð og eru fastir á leigumarkaði. Myndi niðurfærsla á verðtryggðum lánum á kostnað ríkissjóðs tryggja hag þeirra að einhverju leyti? Og ef ekki, þyrfti ríkisvaldið þá ekki að ráðast í enn aðrar aðgerðir til að tryggja það? Er hægt að niðurfæra lán svo gætt sé að réttlæti í garð allra? Er eðlilegt að niðurfæra skuldir íbúðareigenda á kostnað skattgreiðenda? Lykilspurningin er þó sú hvort ríkissjóður gæti hreinlega ráðið við slíkar aðgerðir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun