Lífið

Hönnun í gamla Sautján húsinu

ljósmyndir/jón heiðar
Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina þegar HönnunarMars stóð sem hæst í verslunarhúsnæðinu á Laugavegi þar sem verslunin Sautján var starfrækt.

Eins og sjá má í myndasafni var húsið merkt ATMO en þar seldu og sýndu íslenskir hönnuðir sköpunarverk sín; STEiNUNN, KRONbyKRONKRON, Thelma Design, Birna, Farmers Market, Bóas, Ella, Eygló, Anderson & Lauth, Go With Jan, Gust, Ziska, Hanna Felting, Helicopter, Hlín Reykdal, Iglo, Kiosk, Kalda, Lúka, Mundi, Nikita, Rey, Shadow Creatures, Skaparinn, Sunbird, Spaksmannsspjarir, Varma og Ýr.

Framleiðandinn OROBLU kynnti meðal annars vöru sína og snyrtivöruframleiðandinn L'Oréal leyfði gestum og gangandi að prófa ný naglalökk. Þá var ný Lumie Magique lína kynnt.

Vínveitingar voru seldar á Kaldabarnum og pop up eldhús var starfrækt frá Gló. Þá var einnig vintage verslun frá Rauða krossinum á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×