Lífið

Útgáfu Korter fagnað í Eymundsson

Meðfylgjandi myndir voru teknar í vikunni þegar ný íslensk skáldsaga, Korter, eftir Sólveigu Jónsdóttur kom út. Þetta er hressileg saga um fjórar dætur Reykjavíkur sem eiga fátt sameiginlegt annað en 101 Reykjavík og griðastaðinn Café Korter. Bókin fjallar um lífið, ástina og að „þetta reddist allt saman að lokum."

Útgáfunni var fagnað með hvítvíni og sólargeislum í Eymundsson á miðvikudaginn síðasta. Þar mætti múgur og margmenni, samstarfsmenn Sólveigar frá Birtingi en þar starfar Sólveig sem blaðamaður á Nýju lífi, ásamt kærum vinum og fjölskyldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×