Rekstrartap Sony aldrei verið hærra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 13:43 Masaru Kato, fjármálastjóri Sony. mynd/AP Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum. Leikjavísir Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum.
Leikjavísir Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira