Um hagsmuni fárra og siðrof á vakt ráðherra Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2012 14:00 Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007. Um þetta segir í 3. bindi, 10. kafla, skýrslu RNA: „Að auki var samið um að forstjórinn fengi 300 milljóna króna eingreiðslu frá bankanum þegar hann hæfi störf, að því skilyrði uppfylltu að hann væri að minnsta kosti í starfi hjá félaginu í 12 mánuði frá undirritun samnings." Bankastjórinn þurfti semsagt bara að vera í 12 mánuði gegn þessari greiðslu. Hvaða stórkostlegu hluti átti hann að gera á 12 mánuðum sem aðrir gátu ekki gert? Hvaða einstöku hæfileikum bjó maðurinn yfir? Að mínu mati er þetta eitt skýrasta dæmið um undarlegheitin sem þrifust í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Það skal tekið fram að stjórn bankans taldi sig vera að taka ákvörðun sem ekki gengi gegn samþykktum bankans. Hún mat það jafnframt svo að það væri skynsamleg ráðstöfun að kaupa hlutabréf af fráfarandi forstjóra á mjög háu verði og leysa hann út með gullna regnhlíf, bara til þess að skipta um mann í brúnni. Það hefði sennilega einhver hreyft mótmælum ef samfélagið allt hefði ekki verið meðvirkt í hrunadansinum. Þessi gjörningur þáverandi stjórnar Glitnis banka hefði jafnframt átt að hringja viðvörunarbjöllum um það sem raunverulega var á seyði með ráðningu nýja bankastjórans. Enginn maður er svona mikils virði. Og sérstaklega ekki 31 árs viðskiptafræðingar með nokkurra ára reynslu úr bankakerfinu. Þessi gjörningur er bara einn af mörgum skrýtnum í aðdraganda falls bankanna. Þetta er ein ákvörðun og upphæðin í raun lítil með hliðsjón af þeim gífurlegu fjárhæðum sem flæddu um bankana í skjóli AAA lánshæfis og ímyndaðrar ríkisábyrgðar, sem reyndist svo ekkert annað en tálsýn. Þetta þekkja allir. Sú hætta er fyrir hendi að stjórnendur hlutafélaga láti stjórnast af eigin hagsmunum við ákvarðanatöku í málefnum fyrirtækja sem þeir starfa fyrir. T.d í tengslum við samninga við fyrirtæki sem eru þeim tengd eða ákvörðunum um launakjör stjórnenda. Stjórnendur íslensku bankanna voru mjög góðir í þessu. Reglur um stjórnarhætti fyrirtækja (e. corporate governance) voru bara upp á punt hér fyrir hrunið, eða það sem Engilsaxar kalla "window dressing."Bónusvæðingin í ríkisbankanum Ástæða þess að ég er að rifja upp ákvarðanir eins og þessa sem stjórn Glitnis tók á þessum vettvangi er sú staðreynd að við virðumst ekki hafa lært mikið af hruninu. Það varð siðrof í íslensku samfélagi á árunum 2003 - 2008. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Eitt skýrt dæmi um lítinn lærdóm og skrýtinn hugsanagang í viðskiptalífinu er sú staðreynd að nú er verið að innleiða bónuskerfi í Landsbankanum, sem er 82 prósent í eigu ríkisins, íslenskra skattgreiðenda. Starfsmenn eru að eignast hlut í bankanum, af því að þeir eiga að vera að standa sig svo vel í vinnunni. Að frumkvæði kröfuhafa var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. (gamla bankans), fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Þetta eru áform sem voru teiknuð upp 2009-2010, á vakt Steingríms J. Sigfússonar í fjármálaráðuneytinu og eru að raungerast núna, tveimur árum síðar. Það var allt vitlaust í samfélaginu í mars 2010 þegar fyrst bárust fréttir af þessu. Svo hafa menn ákveðið að bíða í tvö ár og hafa sennilega talið að nú væri rétti tíminn. Menn hafa reynt að verja þessa ákvörðun með þeim skýringum að þetta séu kröfuhafar gamla bankans sem vilji þetta. Ég spyr, hvaða hagsmuni hafa þeir af þessu? Af því að verðmæti slitastjórnarinnar í Landsbankanum muni aukast, af því hann verður svo agalega vel rekinn ef starfsmennirnir fá bónus? Er það virkilega? Hefur Landsbankinn verið illa rekinn undir stjórn núverandi bankastjóra sem er með 1,1 milljón króna á mánuði? Það vekur jafnframt upp óþægilegar spurningar að hjá þrotabúi bankans vinna margir fyrrum starfsmenn Landsbankans. Gömlu vinnufélagarnir eru hinum megin við götuna, hjá nýja bankanum.Hvað með Landsvirkjun? Fyrst menn eru byrjaðir á ríkisbankanum Landsbankanum. Hvað með önnur fyrirtæki í eigu ríkisins eins og til dæmis Landsvirkjun? Það er hlutafélag sem er rekið á arðsemisgrundvelli og það væri eflaust hægt að færa einhver rök fyrir því að kaupaukakerfi gæti aukið arðsemina. Væri forsvaranlegt að stjórnendur Landsvirkjunar fengu kaupauka í formi hlutabréfa í fyrirtækinu? Það sjá allir í hendi sér hvers konar vitleysa þetta er. Stjórnendur Landsbankans áttu að bíða með þetta í nokkur ár. Þangað til það væri búið að einkavæða Landsbankann. Og gæta hófs. Draga lærdóm af falli íslensku bankanna. Ef millistjórnendur Landsbankans sem kölluðu eftir þessu hefðu orðið óánægðir ef ekki var fallist á kröfur þeirra um kaupaukakerfi þá hefði stjórn bankans átt að láta þar við sitja. Ef þessir sömu menn hefðu ekki getað sætt sig við að vera þátttakendur í hinu nýja Íslandi, þar sem dreginn er lærdómur af hruninu með bætt siðferði að leiðarljósi, þá hefði stjórn bankans og bankastjóri átt að leyfa þeim að hætta. Það er enginn ómissandi, sérstaklega ekki íslenskir bankamenn, sem voru ekki þeir allra bestu í heimi, þó þeir hafi margir hverjir haldið það sjálfir. Þeir voru í raun í villu um eigin hæfni. Og kannski er það okkur öllum að kenna, því við vorum eins og klappstýrur á hliðarlínunni. En þrátt fyrir allt sem við höfum lært (vonandi) virðast enn leifar af gamla hugsunarhættinum í bankakerfinu. Það sem er sérstakt í þessu er að fyrsta skrefið að bónusvæðingu nýja bankakerfisins var tekið á vakt fyrrverandi fjármálaráðherra. Afsakanir um eldveggi Bankasýslu ríkisins og stjórnar Landsbankans duga ekki hér. Ríkið sem eigandi hlutafjárins getur þá sýnt óánægju sína í verki einfaldlega með því að boða til auka hluthafafundar og skipta út stjórninni. Efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ráðherra bankamála, og núverandi fjármálaráðherra, sem handhafi hlutabréfs skattgreiðenda í ríkisbankanum Landsbankanum, hafa enn tíma til að bjarga andlitinu. thorbjorn@stod2.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007. Um þetta segir í 3. bindi, 10. kafla, skýrslu RNA: „Að auki var samið um að forstjórinn fengi 300 milljóna króna eingreiðslu frá bankanum þegar hann hæfi störf, að því skilyrði uppfylltu að hann væri að minnsta kosti í starfi hjá félaginu í 12 mánuði frá undirritun samnings." Bankastjórinn þurfti semsagt bara að vera í 12 mánuði gegn þessari greiðslu. Hvaða stórkostlegu hluti átti hann að gera á 12 mánuðum sem aðrir gátu ekki gert? Hvaða einstöku hæfileikum bjó maðurinn yfir? Að mínu mati er þetta eitt skýrasta dæmið um undarlegheitin sem þrifust í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Það skal tekið fram að stjórn bankans taldi sig vera að taka ákvörðun sem ekki gengi gegn samþykktum bankans. Hún mat það jafnframt svo að það væri skynsamleg ráðstöfun að kaupa hlutabréf af fráfarandi forstjóra á mjög háu verði og leysa hann út með gullna regnhlíf, bara til þess að skipta um mann í brúnni. Það hefði sennilega einhver hreyft mótmælum ef samfélagið allt hefði ekki verið meðvirkt í hrunadansinum. Þessi gjörningur þáverandi stjórnar Glitnis banka hefði jafnframt átt að hringja viðvörunarbjöllum um það sem raunverulega var á seyði með ráðningu nýja bankastjórans. Enginn maður er svona mikils virði. Og sérstaklega ekki 31 árs viðskiptafræðingar með nokkurra ára reynslu úr bankakerfinu. Þessi gjörningur er bara einn af mörgum skrýtnum í aðdraganda falls bankanna. Þetta er ein ákvörðun og upphæðin í raun lítil með hliðsjón af þeim gífurlegu fjárhæðum sem flæddu um bankana í skjóli AAA lánshæfis og ímyndaðrar ríkisábyrgðar, sem reyndist svo ekkert annað en tálsýn. Þetta þekkja allir. Sú hætta er fyrir hendi að stjórnendur hlutafélaga láti stjórnast af eigin hagsmunum við ákvarðanatöku í málefnum fyrirtækja sem þeir starfa fyrir. T.d í tengslum við samninga við fyrirtæki sem eru þeim tengd eða ákvörðunum um launakjör stjórnenda. Stjórnendur íslensku bankanna voru mjög góðir í þessu. Reglur um stjórnarhætti fyrirtækja (e. corporate governance) voru bara upp á punt hér fyrir hrunið, eða það sem Engilsaxar kalla "window dressing."Bónusvæðingin í ríkisbankanum Ástæða þess að ég er að rifja upp ákvarðanir eins og þessa sem stjórn Glitnis tók á þessum vettvangi er sú staðreynd að við virðumst ekki hafa lært mikið af hruninu. Það varð siðrof í íslensku samfélagi á árunum 2003 - 2008. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Eitt skýrt dæmi um lítinn lærdóm og skrýtinn hugsanagang í viðskiptalífinu er sú staðreynd að nú er verið að innleiða bónuskerfi í Landsbankanum, sem er 82 prósent í eigu ríkisins, íslenskra skattgreiðenda. Starfsmenn eru að eignast hlut í bankanum, af því að þeir eiga að vera að standa sig svo vel í vinnunni. Að frumkvæði kröfuhafa var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. (gamla bankans), fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Þetta eru áform sem voru teiknuð upp 2009-2010, á vakt Steingríms J. Sigfússonar í fjármálaráðuneytinu og eru að raungerast núna, tveimur árum síðar. Það var allt vitlaust í samfélaginu í mars 2010 þegar fyrst bárust fréttir af þessu. Svo hafa menn ákveðið að bíða í tvö ár og hafa sennilega talið að nú væri rétti tíminn. Menn hafa reynt að verja þessa ákvörðun með þeim skýringum að þetta séu kröfuhafar gamla bankans sem vilji þetta. Ég spyr, hvaða hagsmuni hafa þeir af þessu? Af því að verðmæti slitastjórnarinnar í Landsbankanum muni aukast, af því hann verður svo agalega vel rekinn ef starfsmennirnir fá bónus? Er það virkilega? Hefur Landsbankinn verið illa rekinn undir stjórn núverandi bankastjóra sem er með 1,1 milljón króna á mánuði? Það vekur jafnframt upp óþægilegar spurningar að hjá þrotabúi bankans vinna margir fyrrum starfsmenn Landsbankans. Gömlu vinnufélagarnir eru hinum megin við götuna, hjá nýja bankanum.Hvað með Landsvirkjun? Fyrst menn eru byrjaðir á ríkisbankanum Landsbankanum. Hvað með önnur fyrirtæki í eigu ríkisins eins og til dæmis Landsvirkjun? Það er hlutafélag sem er rekið á arðsemisgrundvelli og það væri eflaust hægt að færa einhver rök fyrir því að kaupaukakerfi gæti aukið arðsemina. Væri forsvaranlegt að stjórnendur Landsvirkjunar fengu kaupauka í formi hlutabréfa í fyrirtækinu? Það sjá allir í hendi sér hvers konar vitleysa þetta er. Stjórnendur Landsbankans áttu að bíða með þetta í nokkur ár. Þangað til það væri búið að einkavæða Landsbankann. Og gæta hófs. Draga lærdóm af falli íslensku bankanna. Ef millistjórnendur Landsbankans sem kölluðu eftir þessu hefðu orðið óánægðir ef ekki var fallist á kröfur þeirra um kaupaukakerfi þá hefði stjórn bankans átt að láta þar við sitja. Ef þessir sömu menn hefðu ekki getað sætt sig við að vera þátttakendur í hinu nýja Íslandi, þar sem dreginn er lærdómur af hruninu með bætt siðferði að leiðarljósi, þá hefði stjórn bankans og bankastjóri átt að leyfa þeim að hætta. Það er enginn ómissandi, sérstaklega ekki íslenskir bankamenn, sem voru ekki þeir allra bestu í heimi, þó þeir hafi margir hverjir haldið það sjálfir. Þeir voru í raun í villu um eigin hæfni. Og kannski er það okkur öllum að kenna, því við vorum eins og klappstýrur á hliðarlínunni. En þrátt fyrir allt sem við höfum lært (vonandi) virðast enn leifar af gamla hugsunarhættinum í bankakerfinu. Það sem er sérstakt í þessu er að fyrsta skrefið að bónusvæðingu nýja bankakerfisins var tekið á vakt fyrrverandi fjármálaráðherra. Afsakanir um eldveggi Bankasýslu ríkisins og stjórnar Landsbankans duga ekki hér. Ríkið sem eigandi hlutafjárins getur þá sýnt óánægju sína í verki einfaldlega með því að boða til auka hluthafafundar og skipta út stjórninni. Efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ráðherra bankamála, og núverandi fjármálaráðherra, sem handhafi hlutabréfs skattgreiðenda í ríkisbankanum Landsbankanum, hafa enn tíma til að bjarga andlitinu. thorbjorn@stod2.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun