Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við 28. maí 2012 13:00 Lewis Hamilton er ósáttur við gengi McLaren á keppnistímabilinu. Getty Images / Nordic Photos Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira