Formúla 1

Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato

Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni.

Takuma Sato frá Japan veitti Franchitti harða keppni en þeir óku nánast samhliða síðasta hringinn þar til að Sato reyndi að fara framúr en hann missti stjórn á bílnum, ók á vegg og féll þar með úr keppni.

Franchitti sigrað á þessu móti árið 2007 og 2010, en Scott Dixon frá Nýja-Sjálandi varð annar og Brasilíumaðurinn Tony Kanaan varð þriðji.

Franchitti tileinkaði Dan Wheldon sigurinn en hann sigraði í Indy 500 keppninni í fyrra – en hann lést eftir skelfilegt óhapp í keppni í Las Vegas í október á s.l. ári.

Í myndbandinu má sjá lokakafla keppninnar sem var æsispennandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×