Menning

Sveinbjörg sýnir hjá Ófeigi

Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri og Egill Ólafsson tónlistarmaður mættu í opnunina.
Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri og Egill Ólafsson tónlistarmaður mættu í opnunina.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur sem hannar undir merkjum Svartfugl.is var opnuð formlega á laugardaginn hjá Ófeigi á 2. hæð Skólavörðustíg 5.

„Ég hef áður sýnt hjá Ófeigi það var árið 1998 og þá voru það myndlistaverk mín," segir Sveinbjörg og bætir við: „Sýningin er opin til 20. júní en vörur mínar fást til að mynda hjá Epal, Hrím, Kraum, Dúku og Garðheimum í Reykjavík, 18 rauðum rósum í Kópavogi og á fleiri stöðum um land allt."

Á sýningunni gefur að líta alla hönnunarlínu Sveinbjargar sem unnin er upp úr myndlistaverkum hennar en hún hefur starfað sem myndlistamaður í yfir 30 ár.

Skoða heimasíðu Sveinbjargar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×