Tónlist

Patti Smith tróð upp með Russell Crowe

Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Patti Smith virðist hafa mætt óvænt og tók Because the night við gríðarlegan fögnuð. Þeir Russell og vinur hans, Doyle, fluttu mörg lög. Góður rómur varð gerður að þeim félögum en þeir þóttu þéttir og skemmtilegir á sviði. Russell lék á alls oddi. Hann talaði mikið um Ísland, fólkið og landslagið, en nánar verður rætt við kappann í viðtali á Stöð 2 á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×