Peningaheimspeki Magnús Halldórsson skrifar 8. september 2012 10:58 Bókin How to Worry Less about Money er fín, og gott innlegg í umræðu um, hvernig best er að hugsa um peninga og hlutverk þeirra í lífi fólks. Ástralski heimspekingurinn John Armstrong, kennari við Melbourne Business School í Ástralíu til margra ára, er einn þeirra sem hefur velt peningum mikið fyrir sér. Líklega hafa nú allir gert það, en hann hefur hugsað dýpra um peninga en flestir, held ég að sé óhætt að segja. Ekki svo að skilja að hann hafi fjallað um hagfræði, peningastefnu og fjármálaþjónustu, eða eitthvað þess háttar, í sínum fyrirlestrum. Áherslan hjá Armstrong er á hlutverk peninga í lífi fólks og hvernig fólk getur náð tökum á þeim hluta lífsins, án þess að upplifa reglulega rússíbanareið af áhyggjum. Í ritröð bókanna School of Life, Skóla lífsins, skrifaði Armstrong stórskemmtilega bók sem heitir How to Worry Less about Money, eða Hvernig á að hafa minni áhyggjur af peningum. Bókin var í hillu í bókabúð í London þar sem starfsmenn stilltu upp bókum sem þeir mæltu með, þegar ég átti leið hjá á dögunum. Sjálfshjálparbækur eru nú oft óttalegt drasl, en þessi er það ekki. Armstrong skiptir peningaáhyggjum í fjóra meginhluta, sem lýsa má með eftirfarandi hætti:1. Án peninga mun líf mitt verða uppfullt af sársauka og hindrunum. Ég verð niðurlægður vegna þess að ég get ekki varið mig fyrir neinu án peninga.2. Peningar neyða mig til þess að eyða stórum hluta af lífi mínu í að eiga komast af - eiga nóg fyrir útgjöldum um hver mánaðarmót. Ég mun eyða miklum tíma í að hafa áhyggjur af kredit-kortaskuldum, lánum og öðrum útborgunum, frekar en að eyða tímanum í eitthvað mikilvægara.3. Peningaáhyggjurnar gera það að verkum, að ég mun missa sjónar á því góða sem ég vil upplifa. Ég mun aldrei búa í draumahúsinu, keyra glæsibifreið, fara í stórkostlegt sumarfrí, þ.e. finna fyrir örygginu sem eflaust einkennir líf þeirra sem búa við fjárhagslegt öryggi.4. Peningar eru eins og versti vírus. Vegna peninga, þá er fólk tilbúið að gera hræðilega hluti oft á tíðum. Peningar virðast hafa annan drifkraft en réttlát hugsun gerir kröfu um. Margir verða ríkir sem eiga það ekki skilið. Ég hef áhyggjur af því hvoru megin ég lendi, því virðist ekki vera neitt sem ég geti gert til þess að hafa áhrif á það hvernig spilast úr mínu peningalífi. Armstrong gengur síðan út frá því að peningaáhyggjurnar birtist, vegna þess að fólk eigi í erfiðleikum með að svara, með nægilegri nákvæmni, mikilvægum spurningum þegar kemur að peningum.1. Til hvers þarf ég peninga? Þ.e., hvað er það sem skiptir mig máli?2. Hversu mikla peninga þarf ég til þess að gera það sem skiptir mig máli?3. Hvað er besta leiðin til þess að útvega peninga, til þess að ég geti gert það sem skiptir máli?4. Hverjar eru efnahagslegar skyldur mínar, í peningum talið, gagnvart öðru fólki, t.d. fjölskyldu? Þá er það spurningin; Er hægt að afmarka hlutverk peninga í lífinu, þannig að fólk geti í reynd, eytt öllum áhyggjum af peningum, og lifað þar með þægilegra lífi? Hér er stórt spurt og um margt. En svörin liggja ekki í því að gera tilraun til þess að fá nákvæm svör, heldur felast þau, að mati Armstrong, í því að tileinka sér hugsunarhátt þar sem áhyggjurnar margfaldast ekki að óþörfu, magnast upp. „Áhyggjur kalla oftar en ekki fram margar óþægilegar spurningar, þar sem svörin blasa ekki við, og í því felast langvarandi áhyggjur – þ.e. að ná ekki tökum á hugsunarganginum þegar peningaáhyggjur eru annars vegar," segir Armstrong. Lykillinn að því að minnka peningaáhyggjur er að taka rétt á þeim þegar þær gera vart við sig. Í stuttu máli má nálgast málin með þremur lykilorðum, og agaðri hugsun sem byggir á þeim:Áhyggjur > spurningar > svör Það er eins með hlutverk peninga í lífi fólks eins og margt annað; heilbrigð skynsemi (common sense) er það sem mestu skiptir. Þegar kemur að áhyggjunum sem fylgja peningum, þ.e. vandamálum sem geta komið upp – t.d. vegna bilaðrar þvottavélar eða annarra óvæntra útgjalda – þá þarf fólk að njörva vandann strax niður. Hver er vandinn? Svo þarf að gera sér vel grein fyrir svari við þeirri spurningu, og byggja næstu ákvarðanir á þessu. Til dæmis gæti þurft að meta hvort það er til nægilegur peningur til þess að leysa vandann strax, og hvort málin þoli enga bið. Vitaskuld er þetta engin allsherjarlausn á vandamálum, enda er hún ekki til. Það er eitt af meginatriðunum þegar kemur að áhyggjum af peningum; að nákvæm svör eru ekki til og þar af síður einfaldar lausnir. Ákveðin hugsunarháttur, þessi sem að framan er lýst í stuttu máli – þ.e. að eingangra áhyggjurnar og ná þannig tökum á þeim – getur hins vegar hjálpað til við að minnka áhyggjur og láta þær ekki verða yfirþyrmandi þáttur í lífi okkar, eins og oft er hjá fólki. Þetta á ekki síst við nú, þegar margir glíma við erfiðleika. Þetta fríar fólk samt ekki undan ábyrgð á því að hafa stjórn á hlutverki peninga í lífinu. Sérstaklega er sú ábyrgð mikil þegar kemur að fjölskyldufólki. Það hjálpar mikið til að hugsa um peninga á réttan hátt, og þá helst þegar það koma upp vandamál. Þannig magnast vandamálin ekki upp að óþörfu og fólk fær betri tilfinningu fyrir mikilvægi peninga, verðvitund í daglegu amstri og hvernig peningar hafa áhrif á líf þitt og framtíðaráform. Í stuttu máli; þú getur náð stjórn á peningamálum þínum. Með því að temja sér hugsun sem þessa, gæti það komið fólki í opna skjöldu hversu mikill tími fer í að hugsa um peninga og áhyggjur sem þeim tengjast. Tíminn er of dýrmætur til þess að sóa honum í óþarfa áhyggjur. Áður en lengra er haldið er öllum hollt að líta í eigin barm og spyrja hvort það sé þess virði að hugsa það mikið um peninga að það trufli jafnvel annað merkilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Bókin How to Worry Less about Money er fín, og gott innlegg í umræðu um, hvernig best er að hugsa um peninga og hlutverk þeirra í lífi fólks. Ástralski heimspekingurinn John Armstrong, kennari við Melbourne Business School í Ástralíu til margra ára, er einn þeirra sem hefur velt peningum mikið fyrir sér. Líklega hafa nú allir gert það, en hann hefur hugsað dýpra um peninga en flestir, held ég að sé óhætt að segja. Ekki svo að skilja að hann hafi fjallað um hagfræði, peningastefnu og fjármálaþjónustu, eða eitthvað þess háttar, í sínum fyrirlestrum. Áherslan hjá Armstrong er á hlutverk peninga í lífi fólks og hvernig fólk getur náð tökum á þeim hluta lífsins, án þess að upplifa reglulega rússíbanareið af áhyggjum. Í ritröð bókanna School of Life, Skóla lífsins, skrifaði Armstrong stórskemmtilega bók sem heitir How to Worry Less about Money, eða Hvernig á að hafa minni áhyggjur af peningum. Bókin var í hillu í bókabúð í London þar sem starfsmenn stilltu upp bókum sem þeir mæltu með, þegar ég átti leið hjá á dögunum. Sjálfshjálparbækur eru nú oft óttalegt drasl, en þessi er það ekki. Armstrong skiptir peningaáhyggjum í fjóra meginhluta, sem lýsa má með eftirfarandi hætti:1. Án peninga mun líf mitt verða uppfullt af sársauka og hindrunum. Ég verð niðurlægður vegna þess að ég get ekki varið mig fyrir neinu án peninga.2. Peningar neyða mig til þess að eyða stórum hluta af lífi mínu í að eiga komast af - eiga nóg fyrir útgjöldum um hver mánaðarmót. Ég mun eyða miklum tíma í að hafa áhyggjur af kredit-kortaskuldum, lánum og öðrum útborgunum, frekar en að eyða tímanum í eitthvað mikilvægara.3. Peningaáhyggjurnar gera það að verkum, að ég mun missa sjónar á því góða sem ég vil upplifa. Ég mun aldrei búa í draumahúsinu, keyra glæsibifreið, fara í stórkostlegt sumarfrí, þ.e. finna fyrir örygginu sem eflaust einkennir líf þeirra sem búa við fjárhagslegt öryggi.4. Peningar eru eins og versti vírus. Vegna peninga, þá er fólk tilbúið að gera hræðilega hluti oft á tíðum. Peningar virðast hafa annan drifkraft en réttlát hugsun gerir kröfu um. Margir verða ríkir sem eiga það ekki skilið. Ég hef áhyggjur af því hvoru megin ég lendi, því virðist ekki vera neitt sem ég geti gert til þess að hafa áhrif á það hvernig spilast úr mínu peningalífi. Armstrong gengur síðan út frá því að peningaáhyggjurnar birtist, vegna þess að fólk eigi í erfiðleikum með að svara, með nægilegri nákvæmni, mikilvægum spurningum þegar kemur að peningum.1. Til hvers þarf ég peninga? Þ.e., hvað er það sem skiptir mig máli?2. Hversu mikla peninga þarf ég til þess að gera það sem skiptir mig máli?3. Hvað er besta leiðin til þess að útvega peninga, til þess að ég geti gert það sem skiptir máli?4. Hverjar eru efnahagslegar skyldur mínar, í peningum talið, gagnvart öðru fólki, t.d. fjölskyldu? Þá er það spurningin; Er hægt að afmarka hlutverk peninga í lífinu, þannig að fólk geti í reynd, eytt öllum áhyggjum af peningum, og lifað þar með þægilegra lífi? Hér er stórt spurt og um margt. En svörin liggja ekki í því að gera tilraun til þess að fá nákvæm svör, heldur felast þau, að mati Armstrong, í því að tileinka sér hugsunarhátt þar sem áhyggjurnar margfaldast ekki að óþörfu, magnast upp. „Áhyggjur kalla oftar en ekki fram margar óþægilegar spurningar, þar sem svörin blasa ekki við, og í því felast langvarandi áhyggjur – þ.e. að ná ekki tökum á hugsunarganginum þegar peningaáhyggjur eru annars vegar," segir Armstrong. Lykillinn að því að minnka peningaáhyggjur er að taka rétt á þeim þegar þær gera vart við sig. Í stuttu máli má nálgast málin með þremur lykilorðum, og agaðri hugsun sem byggir á þeim:Áhyggjur > spurningar > svör Það er eins með hlutverk peninga í lífi fólks eins og margt annað; heilbrigð skynsemi (common sense) er það sem mestu skiptir. Þegar kemur að áhyggjunum sem fylgja peningum, þ.e. vandamálum sem geta komið upp – t.d. vegna bilaðrar þvottavélar eða annarra óvæntra útgjalda – þá þarf fólk að njörva vandann strax niður. Hver er vandinn? Svo þarf að gera sér vel grein fyrir svari við þeirri spurningu, og byggja næstu ákvarðanir á þessu. Til dæmis gæti þurft að meta hvort það er til nægilegur peningur til þess að leysa vandann strax, og hvort málin þoli enga bið. Vitaskuld er þetta engin allsherjarlausn á vandamálum, enda er hún ekki til. Það er eitt af meginatriðunum þegar kemur að áhyggjum af peningum; að nákvæm svör eru ekki til og þar af síður einfaldar lausnir. Ákveðin hugsunarháttur, þessi sem að framan er lýst í stuttu máli – þ.e. að eingangra áhyggjurnar og ná þannig tökum á þeim – getur hins vegar hjálpað til við að minnka áhyggjur og láta þær ekki verða yfirþyrmandi þáttur í lífi okkar, eins og oft er hjá fólki. Þetta á ekki síst við nú, þegar margir glíma við erfiðleika. Þetta fríar fólk samt ekki undan ábyrgð á því að hafa stjórn á hlutverki peninga í lífinu. Sérstaklega er sú ábyrgð mikil þegar kemur að fjölskyldufólki. Það hjálpar mikið til að hugsa um peninga á réttan hátt, og þá helst þegar það koma upp vandamál. Þannig magnast vandamálin ekki upp að óþörfu og fólk fær betri tilfinningu fyrir mikilvægi peninga, verðvitund í daglegu amstri og hvernig peningar hafa áhrif á líf þitt og framtíðaráform. Í stuttu máli; þú getur náð stjórn á peningamálum þínum. Með því að temja sér hugsun sem þessa, gæti það komið fólki í opna skjöldu hversu mikill tími fer í að hugsa um peninga og áhyggjur sem þeim tengjast. Tíminn er of dýrmætur til þess að sóa honum í óþarfa áhyggjur. Áður en lengra er haldið er öllum hollt að líta í eigin barm og spyrja hvort það sé þess virði að hugsa það mikið um peninga að það trufli jafnvel annað merkilegra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun