Button vonsvikin með trúnaðarbrest Hamiltons Birgir Þór Harðarson skrifar 4. september 2012 22:30 Button er ekki sáttur með að Hamilton hafi dreift mynd af trúnaðargögnum liðsins. nordicphotos/afp Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum. Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum.
Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn