Lífið

Bæ bæ skinka - halló náttúrulegt útlit

"...svokallaður skinku-litur alveg búinn," segir Arnar hárgreiðslumeistari sem er nýkominn frá París.
"...svokallaður skinku-litur alveg búinn," segir Arnar hárgreiðslumeistari sem er nýkominn frá París.
Mónika Kavalaite og Arnar Tómasson hárgreiðslumeistarar á hárgreiðslustofunni Salon Reykjavík eru nýkomin heim frá París þar sem þau sóttu sýningu á vegum heimssamtakanna Haute Coiffure Francaise. Lífið spurði meistarana um nýjustu straumana þegar kemur að hári.

"Sýningar á vegum samtakanna eru haldnar tvisvar á ári en við förum alltaf á þær til að taka sumar- og vetrarlínuna inn. Haustlína í ár ber heitið V.O. en það stendur fyrir Original Version. Það nýjasta í hári er þegar litir eru annars vegar. Þá er það dökkur grunnur sem er lýstur með karmellu litum inn á milli – sett í hárið með strípum. Þannig býr það til góða hreyfingu í hárinu," segir Arnar.

Skoða myndir sem teknar voru á hársýningunni hér.

"Náttúrulegt útlit og mikil mýkt í litunum eru áherslurnar í ár en ljósu litirnir eins og svokallaður skinku-litur er alveg búinn. Nú er fallegur beislitaður tónn ríkjandi undir og fallegar aflitunarstrípur settar í hárið inn á milli. Hárrótin verður þar af leiðandi ekki eins ljós. Línan einkennist líka mikið af bylgjum og hreyfing í dag. Við eigum allt önnur tæki í dag og aðferðirnar eru nútímalegri og efnin að sama skapi. Glamúrinn, elegans og stærra og mýkra hár er inni," segir Arnar og bætir við áður en kvatt er:

„Hjá herrum er gamla útlitið komið til baka ef við tökum sem dæmi hárgreiðslu James Dean og Elvis Presley."

Facebooksíða Salon Reykjavik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×