Lífið

Margrét Gnarr ekki á verðlaunapall

Margrét Gnarr keppti í heimsmeistaramóti í fitness í Póllandi í gær. Hún komst ekki í úrslit en gengur sátt frá keppni.
Margrét Gnarr keppti í heimsmeistaramóti í fitness í Póllandi í gær. Hún komst ekki í úrslit en gengur sátt frá keppni. MYNDIR/EINKASAFN MARGRÉTAR
Dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, byrjaði að lyfta fyrir ári síðan. Sama ár vann hún silfurverðlaun í tveimur flokkum á WBFF evrópumótinu í fitness. Hún er stödd í Póllandi þar sem hún keppti í IFBB heimsmeistaramótinu í fitness í gær.



Skoða myndir HÉR.


"Þá er minni þátttöku lokið á heimsmeistaramótinu. Ég komst ekki í úrslit sem var soldið leiðinlegt og ég hef ekki ennþá fengið að vita af hverju en mig grunar að það sé vegna þess ég var ekki nógu skorin. Mitt markmið á þessu móti var að fá reynsluna og standa mig vel á sviðinu sem ég tel mig hafa gert og ég er sátt með það:). Næsta mót er Arnold Classic Europe í Madríd næstu helgi!!:)" skrifaði Margrét á Facebooksíðuna sína í gær.

Margrét gengur sátt frá keppni þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslit á mótinu. Nú horfir hún bjartsýn fram á við en næsti viðkomustaður hennar er Spánn þar sem hún keppir á Arnold Classic Europe mótinu en þar ætlar hún sér stóra hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×