Fella tré og fara í bústað á aðventunni 23. nóvember 2012 14:30 Þórunn Högna er að verða búin að undirbúa jólin. Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu. Jólafréttir Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu.
Jólafréttir Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein