Meira svona, strákar! Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. janúar 2012 06:00 Hundrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögregluyfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi. Það sem hundraðmenningarnir segja í bréfi sínu ættu flestir að geta tekið undir; ábyrgð á nauðgun liggur aðeins hjá gerandanum sjálfum og það er sorglegt að lítill hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað skugga á það sem á að vera gleðiviðburður. Hins vegar berum við öll ábyrgð á að gera allt sem við getum til að hindra slíka glæpi. Yfirvöld í Eyjum bera sinn hluta af þeirri ábyrgð. Eitthvað hefur borið á því að Eyjamönnum hafi sárnað tilskrifið og spurt af hverju spjótunum sé eingöngu beint að Þjóðhátíð í Eyjum en ekki öllum öðrum stöðum og viðburðum, þar sem nauðganir eiga sér stað. Það er þó fullkomlega eðlilegt að athyglin beinist nú að Þjóðhátíð. Þar voru tilkynntar fimm nauðganir í fyrra, sem er fimm of mikið. Það gerðist nokkrum vikum eftir að formaður þjóðhátíðarnefndar viðhafði vægast sagt óheppileg ummæli um kynferðisglæpi. Hann sakaði Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, um að ýta undir vandamálið og að fleiri kynferðisafbrot væru framin þegar samtökin væru á svæðinu! Þetta getur ekki kallazt annað en sérpöntun á athygli, umræðu og aðhaldi að Þjóðhátíð í Eyjum í þessum efnum. Viðbrögð bæjar- og lögregluyfirvalda í Eyjum við bréfaskriftunum hafa að þessu sinni verið jákvæð og yfirveguð. Hjá þeim kemur fram eindreginn vilji til að standa þannig að málum að hægt sé að gera það sem hægt er til að fyrirbyggja kynferðisbrot á þjóðhátíð í sumar. Vonandi eru þessi viðbrögð ekki til merkis um að því sé betur tekið þegar hundrað karlar skrifa bréf en þegar Stígamót eða kvennasamtök gagnrýna sömu hluti. Vonandi er frekar um það að ræða að Eyjamenn hafi lært af vondri reynslu á síðustu Þjóðhátíð. Kannski er þó um sambland af þessu tvennu að ræða. Það er þó mikilvægt að karlar taki sig saman og fordæmi nauðganir opinberlega eins og hundraðmenningarnir gera. Í langflestum nauðgunarmálum er glæpamaðurinn karl og fórnarlambið kona. Framtak hundraðmenninganna er til þess fallið að senda hugsanlegum nauðgurum þau skilaboð að aðrir karlar líti niður á verknaðinn; að hann sé merki um ómennsku en ekki karlmennsku. Árangur næst ekki í baráttunni gegn kynferðisofbeldi né jafnréttisbaráttunni yfirleitt nema bæði kyn taki höndum saman um að beita sér fyrir breytingum. Vonandi stækkar hópur hundraðmenninganna og lætur duglega í sér heyra, alls staðar þar sem þörf er á. Því að kynferðisofbeldið er ekki einangrað við Þjóðhátíð í Eyjum, þótt athyglin hafi beinzt að henni um stund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Hundrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögregluyfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi. Það sem hundraðmenningarnir segja í bréfi sínu ættu flestir að geta tekið undir; ábyrgð á nauðgun liggur aðeins hjá gerandanum sjálfum og það er sorglegt að lítill hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað skugga á það sem á að vera gleðiviðburður. Hins vegar berum við öll ábyrgð á að gera allt sem við getum til að hindra slíka glæpi. Yfirvöld í Eyjum bera sinn hluta af þeirri ábyrgð. Eitthvað hefur borið á því að Eyjamönnum hafi sárnað tilskrifið og spurt af hverju spjótunum sé eingöngu beint að Þjóðhátíð í Eyjum en ekki öllum öðrum stöðum og viðburðum, þar sem nauðganir eiga sér stað. Það er þó fullkomlega eðlilegt að athyglin beinist nú að Þjóðhátíð. Þar voru tilkynntar fimm nauðganir í fyrra, sem er fimm of mikið. Það gerðist nokkrum vikum eftir að formaður þjóðhátíðarnefndar viðhafði vægast sagt óheppileg ummæli um kynferðisglæpi. Hann sakaði Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, um að ýta undir vandamálið og að fleiri kynferðisafbrot væru framin þegar samtökin væru á svæðinu! Þetta getur ekki kallazt annað en sérpöntun á athygli, umræðu og aðhaldi að Þjóðhátíð í Eyjum í þessum efnum. Viðbrögð bæjar- og lögregluyfirvalda í Eyjum við bréfaskriftunum hafa að þessu sinni verið jákvæð og yfirveguð. Hjá þeim kemur fram eindreginn vilji til að standa þannig að málum að hægt sé að gera það sem hægt er til að fyrirbyggja kynferðisbrot á þjóðhátíð í sumar. Vonandi eru þessi viðbrögð ekki til merkis um að því sé betur tekið þegar hundrað karlar skrifa bréf en þegar Stígamót eða kvennasamtök gagnrýna sömu hluti. Vonandi er frekar um það að ræða að Eyjamenn hafi lært af vondri reynslu á síðustu Þjóðhátíð. Kannski er þó um sambland af þessu tvennu að ræða. Það er þó mikilvægt að karlar taki sig saman og fordæmi nauðganir opinberlega eins og hundraðmenningarnir gera. Í langflestum nauðgunarmálum er glæpamaðurinn karl og fórnarlambið kona. Framtak hundraðmenninganna er til þess fallið að senda hugsanlegum nauðgurum þau skilaboð að aðrir karlar líti niður á verknaðinn; að hann sé merki um ómennsku en ekki karlmennsku. Árangur næst ekki í baráttunni gegn kynferðisofbeldi né jafnréttisbaráttunni yfirleitt nema bæði kyn taki höndum saman um að beita sér fyrir breytingum. Vonandi stækkar hópur hundraðmenninganna og lætur duglega í sér heyra, alls staðar þar sem þörf er á. Því að kynferðisofbeldið er ekki einangrað við Þjóðhátíð í Eyjum, þótt athyglin hafi beinzt að henni um stund.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun