Samkeppnin er allra hagur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. janúar 2012 06:00 Samkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi. Þannig borga smærri dagvöruverzlanir að jafnaði 15% hærra verð en Hagar, sem bera enn ægishjálm yfir dagvörumarkaðinn, þótt markaðshlutdeild fyrirtækisins hafi minnkað undanfarið, meðal annars vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið hefur sett. Litlu búðirnar eiga enga möguleika á að vera samkeppnishæfar í verði við stóru lágvöruverðskeðjurnar. Samkeppniseftirlitið dregur í efa að viðskiptakjör birgja til smásöluverzlana styðjist í öllum tilvikum við málefnaleg sjónarmið og telur að erfitt muni reynast að sýna fram á það, þótt ekki sé nema vegna þess að um 40% viðskiptasamninga á markaðnum séu ekki skriflegir. Það beinir því þeim tilmælum til birgjanna að þeir endurmeti verðstefnu sína og hugi að því hvort afsláttarkjörin markist af „eðlilegu magnhagræði eða samkeppnishamlandi kaupendastyrk", þ.e. hvort stærstu keðjurnar geti knúið fram óeðlilegan afslátt, á kostnað smærri verzlana. Full ástæða er til að Samkeppniseftirlitið beiti sér gagnvart birgjunum. Stofnunin telur hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni og nefnir þar sérstaklega breytingar á búvörulögum og afnám innflutningstolla. Eins og rakið er í skýrslu stofnunarinnar hafa stjórnvöld oftast nær látið tillögur samkeppnisyfirvalda um að efla samkeppni og frjáls viðskipti í búvörugeiranum sem vind um eyrun þjóta. Landbúnaðarráðherrar hafa áratugum saman ástundað grímulausa hagsmunagæzlu fyrir framleiðendur og afurðastöðvar í landbúnaði, á kostnað almennra neytenda. Því miður virðist ekki ætla að verða mikil breyting á þessu, miðað við viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag. Er hann þó fyrsti ráðherrann sem fer bæði með samkeppnismál og landbúnaðarmál í stjórnarráðinu. Samkvæmt gamalli hefð velur hann sérhagsmunina fram yfir almannahagsmuni. Ráðherrann réttlætir fyrirhugað aðgerðaleysi sitt með orðaleppnum fæðuöryggi, sem er oft dreginn upp þegar verja þarf einokun og viðskiptahömlur í landbúnaði. Í því ljósi er áhugavert að skoða dæmið, sem Samkeppniseftirlitið nefnir af nánast eina tilvikinu, þar sem farið var að tillögum þess og tollar á innfluttu grænmeti felldir niður, jafnframt því sem stuðningi við grænmetisbændur var breytt til að efla samkeppni. Niðurstaðan varð sú að verð á grænmeti lækkaði, hlutur innlendrar framleiðslu jókst, Íslendingar borða meira grænmeti og vöruþróun og sérhæfing í greininni jókst, sem þýðir að neytendur hafa meira úrval. Stríðir eitthvað af þessu gegn fæðuöryggi? Það á ekki að stilla viðskiptafrelsi og samkeppni annars vegar og hagsmunum bænda og fæðuöryggi hins vegar upp sem andstæðum. Samkeppnisráðherrann hlýtur að geta komizt að skynsamlegu samkomulagi við landbúnaðarráðherrann í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Samkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi. Þannig borga smærri dagvöruverzlanir að jafnaði 15% hærra verð en Hagar, sem bera enn ægishjálm yfir dagvörumarkaðinn, þótt markaðshlutdeild fyrirtækisins hafi minnkað undanfarið, meðal annars vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið hefur sett. Litlu búðirnar eiga enga möguleika á að vera samkeppnishæfar í verði við stóru lágvöruverðskeðjurnar. Samkeppniseftirlitið dregur í efa að viðskiptakjör birgja til smásöluverzlana styðjist í öllum tilvikum við málefnaleg sjónarmið og telur að erfitt muni reynast að sýna fram á það, þótt ekki sé nema vegna þess að um 40% viðskiptasamninga á markaðnum séu ekki skriflegir. Það beinir því þeim tilmælum til birgjanna að þeir endurmeti verðstefnu sína og hugi að því hvort afsláttarkjörin markist af „eðlilegu magnhagræði eða samkeppnishamlandi kaupendastyrk", þ.e. hvort stærstu keðjurnar geti knúið fram óeðlilegan afslátt, á kostnað smærri verzlana. Full ástæða er til að Samkeppniseftirlitið beiti sér gagnvart birgjunum. Stofnunin telur hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni og nefnir þar sérstaklega breytingar á búvörulögum og afnám innflutningstolla. Eins og rakið er í skýrslu stofnunarinnar hafa stjórnvöld oftast nær látið tillögur samkeppnisyfirvalda um að efla samkeppni og frjáls viðskipti í búvörugeiranum sem vind um eyrun þjóta. Landbúnaðarráðherrar hafa áratugum saman ástundað grímulausa hagsmunagæzlu fyrir framleiðendur og afurðastöðvar í landbúnaði, á kostnað almennra neytenda. Því miður virðist ekki ætla að verða mikil breyting á þessu, miðað við viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag. Er hann þó fyrsti ráðherrann sem fer bæði með samkeppnismál og landbúnaðarmál í stjórnarráðinu. Samkvæmt gamalli hefð velur hann sérhagsmunina fram yfir almannahagsmuni. Ráðherrann réttlætir fyrirhugað aðgerðaleysi sitt með orðaleppnum fæðuöryggi, sem er oft dreginn upp þegar verja þarf einokun og viðskiptahömlur í landbúnaði. Í því ljósi er áhugavert að skoða dæmið, sem Samkeppniseftirlitið nefnir af nánast eina tilvikinu, þar sem farið var að tillögum þess og tollar á innfluttu grænmeti felldir niður, jafnframt því sem stuðningi við grænmetisbændur var breytt til að efla samkeppni. Niðurstaðan varð sú að verð á grænmeti lækkaði, hlutur innlendrar framleiðslu jókst, Íslendingar borða meira grænmeti og vöruþróun og sérhæfing í greininni jókst, sem þýðir að neytendur hafa meira úrval. Stríðir eitthvað af þessu gegn fæðuöryggi? Það á ekki að stilla viðskiptafrelsi og samkeppni annars vegar og hagsmunum bænda og fæðuöryggi hins vegar upp sem andstæðum. Samkeppnisráðherrann hlýtur að geta komizt að skynsamlegu samkomulagi við landbúnaðarráðherrann í þessu máli.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun