Vítisvélin fóðruð Þórður Snær Júlíusson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu kröfuhafarnir sem töpuðu á áttunda þúsund milljörðum króna á bankahruninu eigi að borga niður skuldir annarra. Helgi gerir sér grein fyrir því að sá kostnaður lendir alltaf á herðum almennings. Hann segir orðrétt að „stór kúfur í skuldum heimilanna er náttúrulega hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Lækkun á þeim skuldum mun enginn borga nema við sjálf". Til að fjármagna þessa einskiptisaðgerð vill Helgi því innleysa framtíðarskatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað og knýja lífeyrissjóði til að lækka ávöxtun eignarsafns síns um eitt prósent í eitt ár. Helgi rökstyður skoðun sína með því að nýfallinn dómur Hæstaréttar í gengislánamálum hafi sett hóp í samfélaginu í betri stöðu en aðra hópa og „því sé rétt að endurdreifa byrðunum". Þar með er áhrifamaður innan stjórnarflokkanna búinn að stökkva á skuldaafskriftavagninn með fulltrúum annarra stjórnmálaafla. Helgi hefur slegist í för með þingmönnum Hreyfingarinnar, Framsóknarflokks og meira segja Sjálfstæðisflokks, sem eiga í orði að vera mestu varðhundar eignarréttarins á Íslandi, í þeirri vegferð. Þá samþykkti flokksráðsfundur VG ályktun á föstudag um að flokkurinn eigi að hafa „frumkvæði að því að móta leiðir til að draga úr skuldavanda heimila og fyrirtækja. Brýnt er að afnema verðtryggingu og leiðrétta þá okurvaxtabyrði og auknu skuldabyrði sem hún hefur valdið". Þverpólitísk samstaða virðist því vera að myndast um sértæka eignatilfærslu þar sem eignir allra verða teknar og afhentar sumum. Á árunum 2004 til 2008 var blásin upp stærsta fasteignabóla Íslandssögunnar. Sumir högnuðust á henni. Aðrir töpuðu. Flestir komu ekki nálægt henni. Engin krafa er uppi um að gera þann hagnað sem myndaðist í bólunni upptækan. Krafan einskorðast við að þjóðnýta tap þeirra sem keyptu sér húsnæði sem tímabundið hefur tapað verðgildi. Það svigrúm sem aðgerðin býr til nýtir sá hópur annaðhvort í neyslu, sem skapar verðbólgu, eða í fjárfestingar. Þar mun hópurinn berjast við aðra fjármagnseigendur sem eru fastir inni í gjaldeyrishöftum um arðvænlegar fjárfestingar á borð við fasteignir eða verðbréf. Virði þeirra eigna mun síðan aukast mjög hratt vegna mikillar eftirspurnar umfram framboð. Á einhverjum tímapunkti mun bólan springa, líkt og eðli bólna er, og virði eignanna falla á ný. Það er því ekki verið að endurdreifa byrðunum. Það er verið að fóðra vítisvél. Nýlegur afskriftaþorsti stjórnmálamanna er ekki til kominn vegna skyndilegrar réttlætiskenndar. Hann er til kominn vegna þess að rúmt ár er til kosninga og jaðarframboð sem leggja ofuráherslu á skuldaniðurfellingar mælast með tuga prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Það er að renna upp fyrir stjórnarflokkunum að krafa um eignatilfærslur muni verða risavaxið kosningamál og því sé þeim nauðsynlegt að vera annaðhvort með slíka niðurfellingu á ferilskránni, eða með loforð um að beita henni tilbúið þegar þjóðin gengur til kosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun
Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu kröfuhafarnir sem töpuðu á áttunda þúsund milljörðum króna á bankahruninu eigi að borga niður skuldir annarra. Helgi gerir sér grein fyrir því að sá kostnaður lendir alltaf á herðum almennings. Hann segir orðrétt að „stór kúfur í skuldum heimilanna er náttúrulega hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Lækkun á þeim skuldum mun enginn borga nema við sjálf". Til að fjármagna þessa einskiptisaðgerð vill Helgi því innleysa framtíðarskatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað og knýja lífeyrissjóði til að lækka ávöxtun eignarsafns síns um eitt prósent í eitt ár. Helgi rökstyður skoðun sína með því að nýfallinn dómur Hæstaréttar í gengislánamálum hafi sett hóp í samfélaginu í betri stöðu en aðra hópa og „því sé rétt að endurdreifa byrðunum". Þar með er áhrifamaður innan stjórnarflokkanna búinn að stökkva á skuldaafskriftavagninn með fulltrúum annarra stjórnmálaafla. Helgi hefur slegist í för með þingmönnum Hreyfingarinnar, Framsóknarflokks og meira segja Sjálfstæðisflokks, sem eiga í orði að vera mestu varðhundar eignarréttarins á Íslandi, í þeirri vegferð. Þá samþykkti flokksráðsfundur VG ályktun á föstudag um að flokkurinn eigi að hafa „frumkvæði að því að móta leiðir til að draga úr skuldavanda heimila og fyrirtækja. Brýnt er að afnema verðtryggingu og leiðrétta þá okurvaxtabyrði og auknu skuldabyrði sem hún hefur valdið". Þverpólitísk samstaða virðist því vera að myndast um sértæka eignatilfærslu þar sem eignir allra verða teknar og afhentar sumum. Á árunum 2004 til 2008 var blásin upp stærsta fasteignabóla Íslandssögunnar. Sumir högnuðust á henni. Aðrir töpuðu. Flestir komu ekki nálægt henni. Engin krafa er uppi um að gera þann hagnað sem myndaðist í bólunni upptækan. Krafan einskorðast við að þjóðnýta tap þeirra sem keyptu sér húsnæði sem tímabundið hefur tapað verðgildi. Það svigrúm sem aðgerðin býr til nýtir sá hópur annaðhvort í neyslu, sem skapar verðbólgu, eða í fjárfestingar. Þar mun hópurinn berjast við aðra fjármagnseigendur sem eru fastir inni í gjaldeyrishöftum um arðvænlegar fjárfestingar á borð við fasteignir eða verðbréf. Virði þeirra eigna mun síðan aukast mjög hratt vegna mikillar eftirspurnar umfram framboð. Á einhverjum tímapunkti mun bólan springa, líkt og eðli bólna er, og virði eignanna falla á ný. Það er því ekki verið að endurdreifa byrðunum. Það er verið að fóðra vítisvél. Nýlegur afskriftaþorsti stjórnmálamanna er ekki til kominn vegna skyndilegrar réttlætiskenndar. Hann er til kominn vegna þess að rúmt ár er til kosninga og jaðarframboð sem leggja ofuráherslu á skuldaniðurfellingar mælast með tuga prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Það er að renna upp fyrir stjórnarflokkunum að krafa um eignatilfærslur muni verða risavaxið kosningamál og því sé þeim nauðsynlegt að vera annaðhvort með slíka niðurfellingu á ferilskránni, eða með loforð um að beita henni tilbúið þegar þjóðin gengur til kosninga.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun