Haftakrónan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2012 06:00 Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg. Íslenzka krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa einhverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd. Umræðan um gjaldmiðilsmálin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógnaði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxtastig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði forsætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar. Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt. Það gera þeir Sigmundur Davíð og Illugi alveg áreiðanlega. Sömuleiðis átta flestir sig á því að við eigum ekki kost á öðrum gjaldmiðli til skamms tíma. En forsenda þess að hægt sé að lifa með krónunni næstu árin og losa hana jafnvel úr gjaldeyrishöftum er að við séum með skýra áætlun um hvernig við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Um nærtækasta planið, það sem Jóhanna Sigurðardóttir lýsti á flokksstjórnarfundinum, ríkir engin samstaða, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né á Alþingi. Hugmyndir eins og sú að taka upp einhliða gjaldmiðla ríkja sem Ísland á í miklu minni viðskiptum við en evrusvæðið og afsala sér þar með einnig einhliða öllu valdi yfir peningamálastefnunni, einkennast af raunveruleikaflótta. Forsætisráðherra minnti í ræðu sinni á að á næstu vikum verður gefin út ýtarleg skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Þverpólitísk nefnd allra þingflokka og aðila vinnumarkaðarins á að leitast við að ná samstöðu um stefnu í peningamálum landsins. Illu heilli er ekki hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á að slík samstaða finnist. Sennileg niðurstaða af áframhaldandi skorti á sameiginlegri sýn á gjaldmiðilsmálin er að við sitjum áfram uppi með krónuna – og höftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg. Íslenzka krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa einhverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd. Umræðan um gjaldmiðilsmálin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógnaði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxtastig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði forsætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar. Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt. Það gera þeir Sigmundur Davíð og Illugi alveg áreiðanlega. Sömuleiðis átta flestir sig á því að við eigum ekki kost á öðrum gjaldmiðli til skamms tíma. En forsenda þess að hægt sé að lifa með krónunni næstu árin og losa hana jafnvel úr gjaldeyrishöftum er að við séum með skýra áætlun um hvernig við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Um nærtækasta planið, það sem Jóhanna Sigurðardóttir lýsti á flokksstjórnarfundinum, ríkir engin samstaða, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né á Alþingi. Hugmyndir eins og sú að taka upp einhliða gjaldmiðla ríkja sem Ísland á í miklu minni viðskiptum við en evrusvæðið og afsala sér þar með einnig einhliða öllu valdi yfir peningamálastefnunni, einkennast af raunveruleikaflótta. Forsætisráðherra minnti í ræðu sinni á að á næstu vikum verður gefin út ýtarleg skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Þverpólitísk nefnd allra þingflokka og aðila vinnumarkaðarins á að leitast við að ná samstöðu um stefnu í peningamálum landsins. Illu heilli er ekki hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á að slík samstaða finnist. Sennileg niðurstaða af áframhaldandi skorti á sameiginlegri sýn á gjaldmiðilsmálin er að við sitjum áfram uppi með krónuna – og höftin.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun