Hið sprelllifandi lík 17. mars 2012 00:01 Um daginn heyrði ég mikinn harmagrát í útvarpinu. Þetta var ósköp snoturt, lítið lag flutt af Bubba Morthens og Mugison. Það heitir „Þorpið“. Mér fannst samt hálfónotalegt að sitja undir þessum jarðarfararsálmi. Líkið er nefnilega í fullu fjöri. Texti lagsins dregur upp vægast sagt nöturlega mynd af litlu sjávarplássi. Allt unga fólkið er farið suður að vinna og dreyma af því að hvorugt virðist vera hægt að gera úti á landi. Hrum gamalmenni eru ein eftir í plássinu, læst innan fangelsismúra fjallahringsins í iðjuleysi eða með nál og tvinna í höndunum á meðan hrægammarnir hnita hringi yfir höfði þess. Tækifærin eru öll fyrir sunnan, væntanlega af því að þau geta aðeins fæðst í höfuðborginni sem tímir ekki að senda þau út á land. Tækifæri eru m.ö.o. ölmusa sem Reykvíkingar þurfa að rétta þessum greyjum úti á landi, því eins og allir vita fylgir því þroskahömlun, sem gerir fólk með öllu ósjálfbjarga og ófært um að finna sjálft nokkurn skapaðan hlut sér til viðurværis, að eiga heima þar sem íbúafjöldinn nær ekki fimm stafa tölu. Ég efast ekki um að gott eitt vaki fyrir flytjendunum og þeir séu báðir sannir vinir landsbyggðarinnar í hjarta sínu. En ég fæ ekki skilið hvernig þeim dettur í hug að henni sé einhver greiði gerður með þessari ósönnu hryllingsmynd. Ef þeir vildu raunverulega hjálpa til myndu þeir einmitt lýsa plássunum sem landi tækifæranna, þar sem hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði eru allt sem þarf til að koma hlutunum í verk, þar sem allar boðleiðir eru styttri og skilvirkari en í stórborginni, þar sem smæð samfélagsins gerir hvern einstakling miklu mikilvægari og verðmætari en í mannhafinu fyrir sunnan, þar sem nálægð fjallahringsins setur fólk einmitt í nánara samband við landið sitt, þar sem hin nánu tengsl við náttúruöflin afbrjála forgangsröðunina og fylla mann auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu og skaparanum, þar sem maður horfir út á fjörðinn eða inn í dalinn af svölunum hjá sér en ekki yfir svalirnar á öllum hinum blokkunum, þar sem nýjustu uppfærslunar á vedur.is og vegagerdin.is skipta daglegt líf miklu meira máli en hvað gerðist á facebook á meðan maður svaf, þar sem lifað er í alvöru en ekki í ímynd. Mörg af fegurstu og áhrifamestu verkum tónlistarsögunnar eru vissulega sálumessur. En að syngja þær yfir hinum sprelllifandi er helber dónaskapur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Um daginn heyrði ég mikinn harmagrát í útvarpinu. Þetta var ósköp snoturt, lítið lag flutt af Bubba Morthens og Mugison. Það heitir „Þorpið“. Mér fannst samt hálfónotalegt að sitja undir þessum jarðarfararsálmi. Líkið er nefnilega í fullu fjöri. Texti lagsins dregur upp vægast sagt nöturlega mynd af litlu sjávarplássi. Allt unga fólkið er farið suður að vinna og dreyma af því að hvorugt virðist vera hægt að gera úti á landi. Hrum gamalmenni eru ein eftir í plássinu, læst innan fangelsismúra fjallahringsins í iðjuleysi eða með nál og tvinna í höndunum á meðan hrægammarnir hnita hringi yfir höfði þess. Tækifærin eru öll fyrir sunnan, væntanlega af því að þau geta aðeins fæðst í höfuðborginni sem tímir ekki að senda þau út á land. Tækifæri eru m.ö.o. ölmusa sem Reykvíkingar þurfa að rétta þessum greyjum úti á landi, því eins og allir vita fylgir því þroskahömlun, sem gerir fólk með öllu ósjálfbjarga og ófært um að finna sjálft nokkurn skapaðan hlut sér til viðurværis, að eiga heima þar sem íbúafjöldinn nær ekki fimm stafa tölu. Ég efast ekki um að gott eitt vaki fyrir flytjendunum og þeir séu báðir sannir vinir landsbyggðarinnar í hjarta sínu. En ég fæ ekki skilið hvernig þeim dettur í hug að henni sé einhver greiði gerður með þessari ósönnu hryllingsmynd. Ef þeir vildu raunverulega hjálpa til myndu þeir einmitt lýsa plássunum sem landi tækifæranna, þar sem hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði eru allt sem þarf til að koma hlutunum í verk, þar sem allar boðleiðir eru styttri og skilvirkari en í stórborginni, þar sem smæð samfélagsins gerir hvern einstakling miklu mikilvægari og verðmætari en í mannhafinu fyrir sunnan, þar sem nálægð fjallahringsins setur fólk einmitt í nánara samband við landið sitt, þar sem hin nánu tengsl við náttúruöflin afbrjála forgangsröðunina og fylla mann auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu og skaparanum, þar sem maður horfir út á fjörðinn eða inn í dalinn af svölunum hjá sér en ekki yfir svalirnar á öllum hinum blokkunum, þar sem nýjustu uppfærslunar á vedur.is og vegagerdin.is skipta daglegt líf miklu meira máli en hvað gerðist á facebook á meðan maður svaf, þar sem lifað er í alvöru en ekki í ímynd. Mörg af fegurstu og áhrifamestu verkum tónlistarsögunnar eru vissulega sálumessur. En að syngja þær yfir hinum sprelllifandi er helber dónaskapur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun