Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2012 06:00 Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. „Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?" Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Þar sem ég sat í myrkum salnum og fylgdist með unglingsstúlku vega mann og annan á tjaldinu dáðist ég að dugnaði Þóru Arnórsdóttur. En skyndilega svelgdist mér á poppinu. Hvaðan kom þessi fornfálegi molbúahugsunarháttur? Létum við ekki fyrir löngu af hugmyndum um að það væri sjálfkrafa hlutverk kvenna að ala upp börn og reka heimili? Samkvæmt því ætti forsetaframboð ungrar konu ekki að vera markvert í eðli sínu. Svavar Halldórsson gæti vel passað börnin. Jafnvel tekið til. Þegar nafn Þóru Arnórsdóttur er slegið inn í Google sýnir leitarvélin þrjú leitarorð sem gestir síðunnar hafa hvað oftast slegið inn með nafni hennar. Þau eru: Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Svo virðist sem mun fleiri fýsi að kynna sér afrek Þóru á sviði mannfjölgunar en starfsreynslu hennar, menntun eða tungumálakunnáttu. Áhugi á barnmergð Þóru gæti stafað af ótta kjósenda við að kúkableia komist í snertingu við gólfteppið á Bessastöðum eða að útstæð óléttubumba hendi um koll vasa sem var gjöf frá erlendum þjóðhöfðingja. Líklegra verður þó að teljast að undirrót Google-leitarinnar séu lífseigar staðalhugmyndir um hlutverk kynjanna. Hvort sem við dáumst að Þóru Arnórsdóttur fyrir dugnað eða finnum henni barnalánið til foráttu eins og sumir virðast gera þegar kemur að framboði hennar er eitt ljóst: Hugmyndin um konur í ábyrgðarstöðum er ekki jafnviðtekin og við viljum vera láta. Hún er enn á jaðrinum, undirorpin vangaveltum um fyrstu skyldu konunnar – heimilið. Blendnar tilfinningar um ímynd kvenna bærðust með mér er ég gekk út af Hungurleikunum. Annars vegar skammaðist ég mín fyrir að aðdáun mín á dugnaði Þóru Arnórsdóttur skyldi hafa byggst á aldagömlum hugmyndum um að yrði hún forseti legðist sú vinna ofan á meðfætt húsmóðurhlutverk. Hins vegar var ég full eldmóðs. Aðalhetja einnar vinsælustu kvikmyndar í heiminum í dag er unglingsstúlka sem er hörkutól. Hún er hvorki fórnarlamb né kyntákn. Hún er þvert á móti leiðtogi sem gengur alfarið gegn þeim staðalímyndum sem Hollywood dregur venjulega upp af konum. Rannsóknir sýna að sterkar kvenfyrirmyndir eru öðrum konum innblástur. Kröftug kona sem nýtur velgengni leiðir af sér fleiri konur sem þora. Þóra Arnórsdóttir er verðugur forsetaframbjóðandi – óháð kyni. Konum er hún þó jafnframt ómetanleg áminning þess að hlekki staðalímynda er hægt að brjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. „Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?" Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Þar sem ég sat í myrkum salnum og fylgdist með unglingsstúlku vega mann og annan á tjaldinu dáðist ég að dugnaði Þóru Arnórsdóttur. En skyndilega svelgdist mér á poppinu. Hvaðan kom þessi fornfálegi molbúahugsunarháttur? Létum við ekki fyrir löngu af hugmyndum um að það væri sjálfkrafa hlutverk kvenna að ala upp börn og reka heimili? Samkvæmt því ætti forsetaframboð ungrar konu ekki að vera markvert í eðli sínu. Svavar Halldórsson gæti vel passað börnin. Jafnvel tekið til. Þegar nafn Þóru Arnórsdóttur er slegið inn í Google sýnir leitarvélin þrjú leitarorð sem gestir síðunnar hafa hvað oftast slegið inn með nafni hennar. Þau eru: Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Svo virðist sem mun fleiri fýsi að kynna sér afrek Þóru á sviði mannfjölgunar en starfsreynslu hennar, menntun eða tungumálakunnáttu. Áhugi á barnmergð Þóru gæti stafað af ótta kjósenda við að kúkableia komist í snertingu við gólfteppið á Bessastöðum eða að útstæð óléttubumba hendi um koll vasa sem var gjöf frá erlendum þjóðhöfðingja. Líklegra verður þó að teljast að undirrót Google-leitarinnar séu lífseigar staðalhugmyndir um hlutverk kynjanna. Hvort sem við dáumst að Þóru Arnórsdóttur fyrir dugnað eða finnum henni barnalánið til foráttu eins og sumir virðast gera þegar kemur að framboði hennar er eitt ljóst: Hugmyndin um konur í ábyrgðarstöðum er ekki jafnviðtekin og við viljum vera láta. Hún er enn á jaðrinum, undirorpin vangaveltum um fyrstu skyldu konunnar – heimilið. Blendnar tilfinningar um ímynd kvenna bærðust með mér er ég gekk út af Hungurleikunum. Annars vegar skammaðist ég mín fyrir að aðdáun mín á dugnaði Þóru Arnórsdóttur skyldi hafa byggst á aldagömlum hugmyndum um að yrði hún forseti legðist sú vinna ofan á meðfætt húsmóðurhlutverk. Hins vegar var ég full eldmóðs. Aðalhetja einnar vinsælustu kvikmyndar í heiminum í dag er unglingsstúlka sem er hörkutól. Hún er hvorki fórnarlamb né kyntákn. Hún er þvert á móti leiðtogi sem gengur alfarið gegn þeim staðalímyndum sem Hollywood dregur venjulega upp af konum. Rannsóknir sýna að sterkar kvenfyrirmyndir eru öðrum konum innblástur. Kröftug kona sem nýtur velgengni leiðir af sér fleiri konur sem þora. Þóra Arnórsdóttir er verðugur forsetaframbjóðandi – óháð kyni. Konum er hún þó jafnframt ómetanleg áminning þess að hlekki staðalímynda er hægt að brjóta.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun