Sök þarf að sanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. maí 2012 06:00 Paul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála. Larsson, sem flutti erindi á ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Selfossi, segir að eftir norrænu bankakreppuna fyrir tveimur áratugum hafi komið í ljós að vegna þess hvað efnahagsbrot séu flókin og sönnunarfærslan þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu. Íslendingar þurfi að búa sig undir að dómar sem hér falli snúi að stórum hluta að „smærri" afbrotum á borð við bókhaldsbrot. Þetta er möguleiki, sem þarf að gera ráð fyrir. Margir hafa miklar væntingar til þess að starfsemi embættis sérstaks saksóknara skili sér í þungum dómum yfir bankamönnum og viðskiptajöfrum, sem óumdeilt er að tóku of mikla áhættu sem á endanum varð bankakerfinu að falli. Hins vegar er fyrir það fyrsta ekki víst að lög hafi verið brotin í málum sem sérstakur saksóknari rannsakar. Rannsókn getur skilað þeirri niðurstöðu að enginn ásetningur hafi verið um slíkt. Það er líka hugsanlegt að jafnvel þótt hann hafi verið fyrir hendi, sé ekki hægt að sýna fram á það þannig að hafið sé yfir vafa. Kaarlo Jännäri, finnski sérfræðingurinn sem á sínum tíma var fenginn til að taka út fjármálaeftirlit á Íslandi, benti í skýrslu sinni á að bankar og stórfyrirtæki hefðu einblínt á bókstaf fremur en anda laganna. Þau hefðu haft her lögfræðinga í að finna glufur í banka- og fyrirtækjalöggjöfinni með eignarhaldsflækjum og lagakrókum. Þessi vonda fyrirtækjamenning stuðlaði ekki aðeins að falli bankakerfisins, hún getur líka haft í för með sér að erfitt verði að draga menn til ábyrgðar. Jännäri og margir fleiri sem hafa fjallað um íslenzka fjármálakerfið leggja áherzlu á að hér verði byggt upp skilvirkt fjármálaeftirlit og lært af mistökum sögunnar. Paul Larsson segir að slíkir lærdómar af kreppunni 1989-1990 hafi gert að verkum að Norðmenn hafi komizt hjá því að lenda í sömu sporum og Íslendingar þegar fjármálakreppan skall á árið 2008. Hann bendir á að það sé auðveldara og einfaldara að grípa inn í áhættusama starfsemi fjármálastofnana með stjórnsýsluaðgerðum á borð við sektir og leyfissviptingar en með því að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og dómstóla. Það segir sig líka sjálft að sú leið er líklegri til að fyrirbyggja kerfishrun en dómstólaleiðin. Að sjálfsögðu vona flestir að þeir sem brutu af sér í aðdraganda bankahrunsins verði látnir taka ábyrgð á gerðum sínum. En við verðum líka að hafa í huga þá grundvallarreglu réttarríkisins að brot þarf að sanna til að hægt sé að refsa fyrir þau. Það er að minnsta kosti óráðlegt að hengja sálarheill sína á það að þungir dómar falli. Það hversu fáar ákærur eru komnar fram, þremur og hálfu ári eftir hrun, sýnir hvað málin eru flókin sem sérstakur saksóknari glímir við. Niðurstaðan í þeim málum skiptir líka hlutfallslega litlu máli til að hindra að annað bankahrun geti orðið á Íslandi, miðað við þá vinnu sem enn er ólokið við að efla fjármálaeftirlit og hagstjórn á Íslandi. Þó fær sú vinna bæði mun minni athygli og fjármuni en saksókn efnahagsbrotanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Paul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála. Larsson, sem flutti erindi á ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Selfossi, segir að eftir norrænu bankakreppuna fyrir tveimur áratugum hafi komið í ljós að vegna þess hvað efnahagsbrot séu flókin og sönnunarfærslan þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu. Íslendingar þurfi að búa sig undir að dómar sem hér falli snúi að stórum hluta að „smærri" afbrotum á borð við bókhaldsbrot. Þetta er möguleiki, sem þarf að gera ráð fyrir. Margir hafa miklar væntingar til þess að starfsemi embættis sérstaks saksóknara skili sér í þungum dómum yfir bankamönnum og viðskiptajöfrum, sem óumdeilt er að tóku of mikla áhættu sem á endanum varð bankakerfinu að falli. Hins vegar er fyrir það fyrsta ekki víst að lög hafi verið brotin í málum sem sérstakur saksóknari rannsakar. Rannsókn getur skilað þeirri niðurstöðu að enginn ásetningur hafi verið um slíkt. Það er líka hugsanlegt að jafnvel þótt hann hafi verið fyrir hendi, sé ekki hægt að sýna fram á það þannig að hafið sé yfir vafa. Kaarlo Jännäri, finnski sérfræðingurinn sem á sínum tíma var fenginn til að taka út fjármálaeftirlit á Íslandi, benti í skýrslu sinni á að bankar og stórfyrirtæki hefðu einblínt á bókstaf fremur en anda laganna. Þau hefðu haft her lögfræðinga í að finna glufur í banka- og fyrirtækjalöggjöfinni með eignarhaldsflækjum og lagakrókum. Þessi vonda fyrirtækjamenning stuðlaði ekki aðeins að falli bankakerfisins, hún getur líka haft í för með sér að erfitt verði að draga menn til ábyrgðar. Jännäri og margir fleiri sem hafa fjallað um íslenzka fjármálakerfið leggja áherzlu á að hér verði byggt upp skilvirkt fjármálaeftirlit og lært af mistökum sögunnar. Paul Larsson segir að slíkir lærdómar af kreppunni 1989-1990 hafi gert að verkum að Norðmenn hafi komizt hjá því að lenda í sömu sporum og Íslendingar þegar fjármálakreppan skall á árið 2008. Hann bendir á að það sé auðveldara og einfaldara að grípa inn í áhættusama starfsemi fjármálastofnana með stjórnsýsluaðgerðum á borð við sektir og leyfissviptingar en með því að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og dómstóla. Það segir sig líka sjálft að sú leið er líklegri til að fyrirbyggja kerfishrun en dómstólaleiðin. Að sjálfsögðu vona flestir að þeir sem brutu af sér í aðdraganda bankahrunsins verði látnir taka ábyrgð á gerðum sínum. En við verðum líka að hafa í huga þá grundvallarreglu réttarríkisins að brot þarf að sanna til að hægt sé að refsa fyrir þau. Það er að minnsta kosti óráðlegt að hengja sálarheill sína á það að þungir dómar falli. Það hversu fáar ákærur eru komnar fram, þremur og hálfu ári eftir hrun, sýnir hvað málin eru flókin sem sérstakur saksóknari glímir við. Niðurstaðan í þeim málum skiptir líka hlutfallslega litlu máli til að hindra að annað bankahrun geti orðið á Íslandi, miðað við þá vinnu sem enn er ólokið við að efla fjármálaeftirlit og hagstjórn á Íslandi. Þó fær sú vinna bæði mun minni athygli og fjármuni en saksókn efnahagsbrotanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun