Langtímaatvinnuleysi gefinn gaumur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. maí 2012 06:00 Eftir langt skeið þar sem atvinnuleysi var nánast óþekkt á Íslandi skall það á af þunga veturinn 2008 til 2009. Þann vetur fór hlutfall atvinnulausra á Íslandi úr þeirri nánast óraunverulegu tölu 1,3 prósenti í september 2008 í 9,1 prósent í febrúar 2009. Ári síðar náði atvinnuleysi á Íslandi hámarki og var 9,3 prósent í febrúar og mars 2010. Síðan þá, eða í rúm tvö ár, hefur dregið úr atvinnuleysi hægt og bítandi, þ.e. að teknu tilliti til árstíðabundinna sveiflna. Fyrir helgi bárust þær fréttir að hlutfall atvinnulausra sé nú lægra en það hefur verið í rúm þrjú ár en atvinnuleysi mældist 6,5 prósent í apríl sem leið. Búast má við að enn dragi úr atvinnuleysi fram um mitt sumar en þá benda líkur til þess að það muni aukast á ný en miðað við þróun liðinna ára má vonast til að atvinnuleysistoppurinn verði í vetur lægri en í fyrra, eins og veturinn í fyrra var skárri en veturinn áður og sá vetur skárri en veturinn á undan. Bölsýnisspár fyrri ára um að við ættum eftir að sjá það versta í atvinnumálum hafa ekki gengið eftir, og munu vonandi ekki ganga eftir. Atvinnulífið er í sókn, jafnvel þótt það henti ekki alltaf þeim sem því stýra, hvað þá heldur stjórnarandstöðunni, að halda því á lofti. Atvinnuleysishlutfall um 7 prósent er þó engan veginn ásættanlegt. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar bendir í frétt hér í blaðinu á föstudag á að hlutfall langtímaatvinnulausra hafi verið að aukast og að það sé hópurinn sem brýnast sé að aðstoða. Minnkandi atvinnuleysi nær þannig að því er virðist ekki til þessa hóps. Reglulega berast fréttir af því að fyrirtæki auglýsi störf í byggðarlögum þar sem atvinnuleysi ríkir en fáar umsóknir berast. Þetta er mikið áhyggjuefni og bendir til þess að menning atvinnuleysis sé orðin of sterk. Í frétt blaðsins í gær segir Gissur Pétursson meðal annars: „…það er engin endurhæfing eftir tímabil án vinnu jafn árangursrík og það að vera í vinnu. Og þó mönnum bjóðist kannski ekki draumastarfið er mikilvægt að taka það sem er í boði og halda áfram leitinni úr stöðu vinnandi manns." Sem betur fer virðist hér á landi ríkja meðvitund um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru langtímaatvinnuleysis. Þannig var í desember síðastliðnum skrifað undir yfirlýsingu um samstarf Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, BSRB og ríkisstjórnarinnar. Átakið hófst í ársbyrjun og hafa aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra forgang. Um mitt ár mun væntanlega koma í ljós hversu vel þessar aðgerðir hafa skilað sér. Langtímaatvinnuleysi er nýr vandi á Íslandi en reynsla fjölmargra grannþjóða, þar sem atvinnuleysi hefur búið um sig kynslóð fram af kynslóð, sýnir mikilvægi þess að vinna á vandanum áður en það grefur enn frekar um sig. Það er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Eftir langt skeið þar sem atvinnuleysi var nánast óþekkt á Íslandi skall það á af þunga veturinn 2008 til 2009. Þann vetur fór hlutfall atvinnulausra á Íslandi úr þeirri nánast óraunverulegu tölu 1,3 prósenti í september 2008 í 9,1 prósent í febrúar 2009. Ári síðar náði atvinnuleysi á Íslandi hámarki og var 9,3 prósent í febrúar og mars 2010. Síðan þá, eða í rúm tvö ár, hefur dregið úr atvinnuleysi hægt og bítandi, þ.e. að teknu tilliti til árstíðabundinna sveiflna. Fyrir helgi bárust þær fréttir að hlutfall atvinnulausra sé nú lægra en það hefur verið í rúm þrjú ár en atvinnuleysi mældist 6,5 prósent í apríl sem leið. Búast má við að enn dragi úr atvinnuleysi fram um mitt sumar en þá benda líkur til þess að það muni aukast á ný en miðað við þróun liðinna ára má vonast til að atvinnuleysistoppurinn verði í vetur lægri en í fyrra, eins og veturinn í fyrra var skárri en veturinn áður og sá vetur skárri en veturinn á undan. Bölsýnisspár fyrri ára um að við ættum eftir að sjá það versta í atvinnumálum hafa ekki gengið eftir, og munu vonandi ekki ganga eftir. Atvinnulífið er í sókn, jafnvel þótt það henti ekki alltaf þeim sem því stýra, hvað þá heldur stjórnarandstöðunni, að halda því á lofti. Atvinnuleysishlutfall um 7 prósent er þó engan veginn ásættanlegt. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar bendir í frétt hér í blaðinu á föstudag á að hlutfall langtímaatvinnulausra hafi verið að aukast og að það sé hópurinn sem brýnast sé að aðstoða. Minnkandi atvinnuleysi nær þannig að því er virðist ekki til þessa hóps. Reglulega berast fréttir af því að fyrirtæki auglýsi störf í byggðarlögum þar sem atvinnuleysi ríkir en fáar umsóknir berast. Þetta er mikið áhyggjuefni og bendir til þess að menning atvinnuleysis sé orðin of sterk. Í frétt blaðsins í gær segir Gissur Pétursson meðal annars: „…það er engin endurhæfing eftir tímabil án vinnu jafn árangursrík og það að vera í vinnu. Og þó mönnum bjóðist kannski ekki draumastarfið er mikilvægt að taka það sem er í boði og halda áfram leitinni úr stöðu vinnandi manns." Sem betur fer virðist hér á landi ríkja meðvitund um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru langtímaatvinnuleysis. Þannig var í desember síðastliðnum skrifað undir yfirlýsingu um samstarf Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, BSRB og ríkisstjórnarinnar. Átakið hófst í ársbyrjun og hafa aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra forgang. Um mitt ár mun væntanlega koma í ljós hversu vel þessar aðgerðir hafa skilað sér. Langtímaatvinnuleysi er nýr vandi á Íslandi en reynsla fjölmargra grannþjóða, þar sem atvinnuleysi hefur búið um sig kynslóð fram af kynslóð, sýnir mikilvægi þess að vinna á vandanum áður en það grefur enn frekar um sig. Það er eitt af stóru verkefnum samfélagsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun