Forseti og fullveldi Ólafur Stephensen skrifar 29. maí 2012 06:00 Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Sumir veltu þá strax fyrir sér hvernig forsetinn hygðist hafa áhrif á gang mála í þeim efnum, því að forystumenn allra stjórnmálaflokka hafa árum saman talað skýrt um að verði gerður aðildarsamningur við ESB, muni þjóðin eiga síðasta orðið um hann í almennri atkvæðagreiðslu. Ekki verður séð að forseti Íslands eigi neinn atbeina að því ferli. Nú segir forsetinn hins vegar, meðal annars í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn laugardag, að óvíst sé að þjóðin fái að hafa síðasta orðið. Dæmin sýni að afstaða manna til þjóðaratkvæðagreiðslu geti breytzt. ?Sumir hafa haldið því fram að eðli málsins samkvæmt yrði það að vera ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og svo yrði að koma í ljós hvort Alþingi myndi fylgja henni. Ég hef hins vegar sagt að í þessu stórmáli á þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki,? segir Ólafur Ragnar. Hér virðist forsetinn enn bregða á það ráð að skálda upp einhverja óvissu, sem hann segist síðan reiðubúinn að bjarga okkur frá. Eini atbeini hans að málinu væri væntanlega að hann gæti neitað að staðfesta aðildarsamning, sem Alþingi hefði samþykkt í trássi við vilja þjóðarinnar, og vísað honum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem þá væri endanleg. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar mál sem breið samstaða ríkir um að þjóðin eigi að gera út um. Jafnvel þótt þjóðaratkvæðagreiðsla væri að núverandi stjórnskipan ekki bindandi, væri það pólitískt harakírí fyrir hvaða ábyrgan stjórnmálaflokk sem er að ætla ekki að taka mark á niðurstöðu hennar. Sjónarmiðið sem forsetinn vísar til er minnihlutasjónarmið og eftir því sem næst verður komizt eru það aðeins þrír núverandi þingmenn sem hafa lýst því. Þetta eru skoðanasystkin forsetans, andstæðingar ESB-aðildar, þau Pétur Blöndal, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Þau hafa öll sagt að þau myndu segja nei við aðildarsamningi, sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hann væri. Ef svo einkar ólíklega vildi til að fleiri ESB-andstæðingar væru þeim sammála og felldu aðildarsamning sem þjóðin hefði samþykkt, kæmu engin lög til staðfestingar forseta og hann gæti ekkert gert í málinu. Í viðtalinu við Fréttablaðið segir forsetinn að hann telji sjálfsagt að forsetinn lýsi afstöðu sinni til ESB-aðildar, enda sé hún stórmál sem snerti grundvallarþætti stjórnskipunarinnar og fullveldisstöðu þjóðarinnar. Það er hún vissulega. Hins vegar má færa fyrir því gild rök að með ESB-aðild endurheimti Ísland mikið af því fullveldi, sem það hefur glatað vegna EES-samningsins. Færustu lögfræðingar landsins á sviði stjórnskipunarréttar hafa um nokkurt skeið verið þeirrar skoðunar að í EES felist það mikið framsal á ríkisvaldi að það sé í raun stjórnarskrárbrot. Þarf ekki forsetinn líka að taka það mál til rækilegrar umræðu, fyrst honum er svona annt um fullveldið og stjórnskipunina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Sumir veltu þá strax fyrir sér hvernig forsetinn hygðist hafa áhrif á gang mála í þeim efnum, því að forystumenn allra stjórnmálaflokka hafa árum saman talað skýrt um að verði gerður aðildarsamningur við ESB, muni þjóðin eiga síðasta orðið um hann í almennri atkvæðagreiðslu. Ekki verður séð að forseti Íslands eigi neinn atbeina að því ferli. Nú segir forsetinn hins vegar, meðal annars í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn laugardag, að óvíst sé að þjóðin fái að hafa síðasta orðið. Dæmin sýni að afstaða manna til þjóðaratkvæðagreiðslu geti breytzt. ?Sumir hafa haldið því fram að eðli málsins samkvæmt yrði það að vera ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og svo yrði að koma í ljós hvort Alþingi myndi fylgja henni. Ég hef hins vegar sagt að í þessu stórmáli á þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki,? segir Ólafur Ragnar. Hér virðist forsetinn enn bregða á það ráð að skálda upp einhverja óvissu, sem hann segist síðan reiðubúinn að bjarga okkur frá. Eini atbeini hans að málinu væri væntanlega að hann gæti neitað að staðfesta aðildarsamning, sem Alþingi hefði samþykkt í trássi við vilja þjóðarinnar, og vísað honum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem þá væri endanleg. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar mál sem breið samstaða ríkir um að þjóðin eigi að gera út um. Jafnvel þótt þjóðaratkvæðagreiðsla væri að núverandi stjórnskipan ekki bindandi, væri það pólitískt harakírí fyrir hvaða ábyrgan stjórnmálaflokk sem er að ætla ekki að taka mark á niðurstöðu hennar. Sjónarmiðið sem forsetinn vísar til er minnihlutasjónarmið og eftir því sem næst verður komizt eru það aðeins þrír núverandi þingmenn sem hafa lýst því. Þetta eru skoðanasystkin forsetans, andstæðingar ESB-aðildar, þau Pétur Blöndal, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Þau hafa öll sagt að þau myndu segja nei við aðildarsamningi, sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hann væri. Ef svo einkar ólíklega vildi til að fleiri ESB-andstæðingar væru þeim sammála og felldu aðildarsamning sem þjóðin hefði samþykkt, kæmu engin lög til staðfestingar forseta og hann gæti ekkert gert í málinu. Í viðtalinu við Fréttablaðið segir forsetinn að hann telji sjálfsagt að forsetinn lýsi afstöðu sinni til ESB-aðildar, enda sé hún stórmál sem snerti grundvallarþætti stjórnskipunarinnar og fullveldisstöðu þjóðarinnar. Það er hún vissulega. Hins vegar má færa fyrir því gild rök að með ESB-aðild endurheimti Ísland mikið af því fullveldi, sem það hefur glatað vegna EES-samningsins. Færustu lögfræðingar landsins á sviði stjórnskipunarréttar hafa um nokkurt skeið verið þeirrar skoðunar að í EES felist það mikið framsal á ríkisvaldi að það sé í raun stjórnarskrárbrot. Þarf ekki forsetinn líka að taka það mál til rækilegrar umræðu, fyrst honum er svona annt um fullveldið og stjórnskipunina?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun