Viðhaldið veiðir ekki atkvæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. júní 2012 06:00 Ástand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum. Í samtali við Fréttablaðið í fyrradag sagði Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, að ástandið væri nú óvenjuslæmt vegna fjárskorts. Öryggi vegfarenda væri hins vegar ógnað ef vegunum væri ekki haldið við. „Menn þurfa að velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sé raunverulegur þegar horft er á heildarmyndina," sagði hann. Í Fréttablaðinu í gær tók Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í sama streng. Viðhald á vegunum væri nú orðið minna en lágmarkskröfur kveða á um; það þýddi að sjálft burðarlag veganna væri farið að skemmast. „Þá fara vegirnir að grotna niður, verða hættulegir. Við getum ekki búið í mörg ár við fjárveitingarnar eins og þær eru núna." Hreinn bendir á að ef þetta gerist, verði margfalt dýrara að byggja vegina upp aftur en það væri að tryggja eðlilegt viðhald. Sama sinnis er Ólafur Guðmundsson fulltrúi EuroRAP, verkefnis samtaka bifreiðaeigenda í Evrópu um mat á öryggi vega. Hann segir að ástand vega með bundnu slitlagi hafi aldrei verið jafnslæmt og víða uppfylli vegirnir ekki öryggiskröfur. „Bindiefnið er farið sem þýðir það að eftir nokkur ár þurfum við að gera allt upp á nýtt," segir Ólafur. Niðurskurður fjár til viðhalds á vegum og götum helgast af efnahagshruninu og þeim tekjubresti ríkis og sveitarfélaga, sem þá varð. Aðrir þættir hjálpa ekki til, til dæmis snjóþungur vetur og síaukin umferð stórra flutningabíla, sem slíta burðarlagi veganna tugþúsundfalt á við venjulega fólksbíla. Nú verður hins vegar ekki umflúið lengur að auka á ný fjárveitingar til viðhalds vegakerfisins, ef það á ekki hreinlega að eyðileggjast að stórum hluta á næstu árum. Þetta er ekki bara spurning um kostnað, heldur ekki síður um umferðaröryggi. Einar Magnús bendir réttilega á að ákveðnar kröfur séu gerðar til bíla um öryggi og sömu kröfur verði að gera til veganna. Stjórnmálamenn tala hins vegar minna um viðhald vega en nýframkvæmdir. Enda eru nýframkvæmdirnar svo miklu kjósendavænni og veiða fleiri atkvæði en viðhald, sem er leiðinlegt og oft ekki mjög sýnilegt. Nýframkvæmdir eru að sjálfsögðu líka nauðsynlegar út frá umferðaröryggissjónarmiðum – og væri betur að þau réðu meiru um forgangsröðun í vegamálum en kjördæmasjónarmiðin margfrægu. Hins vegar verður að gæta þess að vegirnir sem fyrir eru eyðileggist ekki með tilheyrandi kostnaði. Stjórnmálamennirnir ættu þess vegna hugsanlega að lofa aðeins færri jarðgöngum og vegarspottum sem á að gera næst þegar peningar verða til og tryggja fremur að nóg fé verði til að viðhalda þeim góðu samgöngumannvirkjum sem þegar hafa verið byggð upp með ærnum tilkostnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Ástand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum. Í samtali við Fréttablaðið í fyrradag sagði Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, að ástandið væri nú óvenjuslæmt vegna fjárskorts. Öryggi vegfarenda væri hins vegar ógnað ef vegunum væri ekki haldið við. „Menn þurfa að velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sé raunverulegur þegar horft er á heildarmyndina," sagði hann. Í Fréttablaðinu í gær tók Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í sama streng. Viðhald á vegunum væri nú orðið minna en lágmarkskröfur kveða á um; það þýddi að sjálft burðarlag veganna væri farið að skemmast. „Þá fara vegirnir að grotna niður, verða hættulegir. Við getum ekki búið í mörg ár við fjárveitingarnar eins og þær eru núna." Hreinn bendir á að ef þetta gerist, verði margfalt dýrara að byggja vegina upp aftur en það væri að tryggja eðlilegt viðhald. Sama sinnis er Ólafur Guðmundsson fulltrúi EuroRAP, verkefnis samtaka bifreiðaeigenda í Evrópu um mat á öryggi vega. Hann segir að ástand vega með bundnu slitlagi hafi aldrei verið jafnslæmt og víða uppfylli vegirnir ekki öryggiskröfur. „Bindiefnið er farið sem þýðir það að eftir nokkur ár þurfum við að gera allt upp á nýtt," segir Ólafur. Niðurskurður fjár til viðhalds á vegum og götum helgast af efnahagshruninu og þeim tekjubresti ríkis og sveitarfélaga, sem þá varð. Aðrir þættir hjálpa ekki til, til dæmis snjóþungur vetur og síaukin umferð stórra flutningabíla, sem slíta burðarlagi veganna tugþúsundfalt á við venjulega fólksbíla. Nú verður hins vegar ekki umflúið lengur að auka á ný fjárveitingar til viðhalds vegakerfisins, ef það á ekki hreinlega að eyðileggjast að stórum hluta á næstu árum. Þetta er ekki bara spurning um kostnað, heldur ekki síður um umferðaröryggi. Einar Magnús bendir réttilega á að ákveðnar kröfur séu gerðar til bíla um öryggi og sömu kröfur verði að gera til veganna. Stjórnmálamenn tala hins vegar minna um viðhald vega en nýframkvæmdir. Enda eru nýframkvæmdirnar svo miklu kjósendavænni og veiða fleiri atkvæði en viðhald, sem er leiðinlegt og oft ekki mjög sýnilegt. Nýframkvæmdir eru að sjálfsögðu líka nauðsynlegar út frá umferðaröryggissjónarmiðum – og væri betur að þau réðu meiru um forgangsröðun í vegamálum en kjördæmasjónarmiðin margfrægu. Hins vegar verður að gæta þess að vegirnir sem fyrir eru eyðileggist ekki með tilheyrandi kostnaði. Stjórnmálamennirnir ættu þess vegna hugsanlega að lofa aðeins færri jarðgöngum og vegarspottum sem á að gera næst þegar peningar verða til og tryggja fremur að nóg fé verði til að viðhalda þeim góðu samgöngumannvirkjum sem þegar hafa verið byggð upp með ærnum tilkostnaði.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun