Skylda að semja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júlí 2012 06:00 Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, krafðist þess þegar hún kom hingað til lands fyrr í vikunni að Ísland gæfi eftir í deilunni um veiðar úr makrílstofninum. Hún benti á að Evrópusambandið og Noregur hefðu hækkað boð sitt til Íslands um 60 prósent. Ennþá er svo langt á milli krafna Íslands og tilboðs ESB að það væri fráleitt af íslenzkum stjórnvöldum að ganga að því boði. Samningamenn Íslands hafa verið reiðubúnir að sætta sig við 15 prósent af heildaraflanum í makríl en ESB og Noregur hafa boðið um sjö prósent. ESB og Noregur saka Ísland og Færeyjar um ofveiði og rányrkju á makrílstofninum og hafa hótað viðskiptaþvingunum í haust. Þær hafa enn ekki verið samþykktar formlega í stofnunum ESB og væru skýrt brot á EES-samningnum, eins og þær eru lagðar upp. Enn sem komið er er sú hótun því innantóm. Á makríldeilunni eru margar hliðar. Enginn vafi leikur á rétti Íslands sem strandríkis að nýta fiskistofn sem gengur inn í efnahagslögsöguna. Flest bendir til að makríllinn hafi breytt háttum sínum vegna hlýnunar sjávar og hann sé kominn til að vera á Íslandsmiðum. Hins vegar eru öll strandríkin líka að alþjóðalögum skyldug til að ná samningum um nýtingu stofnsins. Ef allir halda áfram að ákveða sér einhliða kvóta í samræmi við ýtrustu eigin kröfur verður stofninn ofnýttur og framtíðarafrakstri hans í hættu stefnt. Evrópusambandið og aðildarríki þess geta raunar sízt allra sett sig á háan hest og talað um sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þar hafa menn áratugum saman ofveitt flesta fiskistofna vegna þess að stjórnmálamenn hafa lúffað fyrir hagsmunum útgerða og héraða, sem vilja veiða sem mest og virðist alveg sama um langtímaafleiðingarnar. Það þýðir þó ekki að Íslandi, rétt eins og ESB, beri ekki skylda til að reyna að semja sem fyrst. Í fiskveiðideilum gengur stjórnvöldum og hagsmunaaðilum oft illa að setja sig í spor viðsemjandans. Við getum reynt að ímynda okkur hvað gerðist ef einhver af nytjastofnum Íslendinga, sem við hefðum átt ein fram að því, tæki upp á því að synda yfir í norska lögsögu, þar sem honum væri mokað upp samkvæmt einhliða kvóta, án nokkurs samráðs við okkur. Það gæti heyrzt svo sem einn kveinstafur frá LÍÚ. Að sama skapi virðast Noregur og ESB neita að horfast í augu við vísindaleg gögn um göngur makrílsins, hegðun hans og áhrif á aðra stofna á Íslandsmiðum. Kannski myndi það greiða fyrir lausn deilunnar að bjóða ESB og Noregi náið samstarf um makrílrannsóknirnar, þannig að lausnin sé byggð á sem beztum vísindalegum gögnum. Maria Damanaki lét í það skína að makríldeilan kynni að fresta því að hægt yrði að hefja viðræður um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún benti réttilega á að afstaða sumra aðildarríkjanna er sú að ekki eigi að opna sjávarútvegskaflann fyrr en samið hafi verið um makríl. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar verið þeirrar skoðunar, rétt eins og íslenzk stjórnvöld, að þetta séu aðskilin mál. Fari svo að lausn makríldeilunnar verði gerð að skilyrði fyrir viðræðum um sjávarútvegsmál eiga íslenzk stjórnvöld ekki að fara á taugum yfir því. Menn þurfa hvort sem er að gefa sér þann tíma sem þarf til að ná góðri niðurstöðu í sjávarútvegsmálunum. Og ekki er hægt að draga í mörg ár að semja um makrílinn. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart lífríkinu og framtíðarhagsmunum allra ríkjanna sem nýta þennan mikilvæga stofn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, krafðist þess þegar hún kom hingað til lands fyrr í vikunni að Ísland gæfi eftir í deilunni um veiðar úr makrílstofninum. Hún benti á að Evrópusambandið og Noregur hefðu hækkað boð sitt til Íslands um 60 prósent. Ennþá er svo langt á milli krafna Íslands og tilboðs ESB að það væri fráleitt af íslenzkum stjórnvöldum að ganga að því boði. Samningamenn Íslands hafa verið reiðubúnir að sætta sig við 15 prósent af heildaraflanum í makríl en ESB og Noregur hafa boðið um sjö prósent. ESB og Noregur saka Ísland og Færeyjar um ofveiði og rányrkju á makrílstofninum og hafa hótað viðskiptaþvingunum í haust. Þær hafa enn ekki verið samþykktar formlega í stofnunum ESB og væru skýrt brot á EES-samningnum, eins og þær eru lagðar upp. Enn sem komið er er sú hótun því innantóm. Á makríldeilunni eru margar hliðar. Enginn vafi leikur á rétti Íslands sem strandríkis að nýta fiskistofn sem gengur inn í efnahagslögsöguna. Flest bendir til að makríllinn hafi breytt háttum sínum vegna hlýnunar sjávar og hann sé kominn til að vera á Íslandsmiðum. Hins vegar eru öll strandríkin líka að alþjóðalögum skyldug til að ná samningum um nýtingu stofnsins. Ef allir halda áfram að ákveða sér einhliða kvóta í samræmi við ýtrustu eigin kröfur verður stofninn ofnýttur og framtíðarafrakstri hans í hættu stefnt. Evrópusambandið og aðildarríki þess geta raunar sízt allra sett sig á háan hest og talað um sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þar hafa menn áratugum saman ofveitt flesta fiskistofna vegna þess að stjórnmálamenn hafa lúffað fyrir hagsmunum útgerða og héraða, sem vilja veiða sem mest og virðist alveg sama um langtímaafleiðingarnar. Það þýðir þó ekki að Íslandi, rétt eins og ESB, beri ekki skylda til að reyna að semja sem fyrst. Í fiskveiðideilum gengur stjórnvöldum og hagsmunaaðilum oft illa að setja sig í spor viðsemjandans. Við getum reynt að ímynda okkur hvað gerðist ef einhver af nytjastofnum Íslendinga, sem við hefðum átt ein fram að því, tæki upp á því að synda yfir í norska lögsögu, þar sem honum væri mokað upp samkvæmt einhliða kvóta, án nokkurs samráðs við okkur. Það gæti heyrzt svo sem einn kveinstafur frá LÍÚ. Að sama skapi virðast Noregur og ESB neita að horfast í augu við vísindaleg gögn um göngur makrílsins, hegðun hans og áhrif á aðra stofna á Íslandsmiðum. Kannski myndi það greiða fyrir lausn deilunnar að bjóða ESB og Noregi náið samstarf um makrílrannsóknirnar, þannig að lausnin sé byggð á sem beztum vísindalegum gögnum. Maria Damanaki lét í það skína að makríldeilan kynni að fresta því að hægt yrði að hefja viðræður um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún benti réttilega á að afstaða sumra aðildarríkjanna er sú að ekki eigi að opna sjávarútvegskaflann fyrr en samið hafi verið um makríl. Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar verið þeirrar skoðunar, rétt eins og íslenzk stjórnvöld, að þetta séu aðskilin mál. Fari svo að lausn makríldeilunnar verði gerð að skilyrði fyrir viðræðum um sjávarútvegsmál eiga íslenzk stjórnvöld ekki að fara á taugum yfir því. Menn þurfa hvort sem er að gefa sér þann tíma sem þarf til að ná góðri niðurstöðu í sjávarútvegsmálunum. Og ekki er hægt að draga í mörg ár að semja um makrílinn. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart lífríkinu og framtíðarhagsmunum allra ríkjanna sem nýta þennan mikilvæga stofn.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun