Kaldastríðsleikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júlí 2012 06:00 Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum. Og áfram stendur umheimurinn hjá, meira og minna ráðþrota gagnvart þessari mannvonzku. Mannréttindasamtök og hreyfingar stjórnarandstæðinga í Sýrlandi krefjast aðgerða. Amnesty International og Human Rights Watch hafa til að mynda farið fram á að Alþjóðaglæpadómstóllinn verði virkjaður til að rétta yfir þeim, hvort heldur er úr stjórnarliðinu eða andspyrnuhreyfingunni, sem framið hafa stríðsglæpi. Uppreisnarmenn hafa farið fram á að önnur ríki framfylgi flugbanni yfir landinu, eins og NATO gerði í Líbýu. Sömuleiðis hefur verið farið fram á vopnasölubann á Sýrland og harðari efnahagslegar refsiaðgerðir. Í gær komu tugir ríkja, sem kalla sig vini sýrlenzku þjóðarinnar, saman í París og reyndu að finna leiðir til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Þrátt fyrir harðorðar lokayfirlýsingar er því miður ekki ástæða til að ætla að árangurinn verði mikið meiri en hingað til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi gerðist ekki mikið annað en að fyrri yfirlýsingar voru endurteknar – og þær hafa ekki dugað til að fá Assad og stjórn hans til að hætta að drepa borgarana. Sýrlenzk stjórnvöld hafa til dæmis ekkert hlustað á vikugamla samþykkt um að þeim beri að koma á bráðabirgðastjórn með uppreisnarmönnum. Í öðru lagi er ósamkomulag í hópnum um hvort eigi að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi eða ekki. Sádi-Arabía og Katar senda þeim vopn til að vega upp á móti vopnasendingum Rússa til sýrlenzkra stjórnvalda. Þetta hellir eingöngu olíu á eldinn í landinu. Síðast en ekki sízt vantaði á fundinn í París ríkin sem hafa til þessa verið helztu stuðningsmenn stjórnar Assads; Rússland, Kína og Íran. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar mánuðum saman komið í veg fyrir að gripið verði til einhverra aðgerða sem duga til að koma Assad frá völdum og ná tökum á ástandinu í landinu. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Kína og Rússland harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að Assad verði látinn taka pokann sinn. „Ég held að Kínverjum og Rússum finnist þeir ekki vera látnir gjalda fyrir stuðning sinn við stjórn Assads í einu eða neinu," sagði Clinton. Það er rétt hjá henni. Ríki heims hafa ekki sett þann þrýsting á stjórnvöld í Moskvu og Peking sem þau ættu að gera vegna þessarar afstöðu þeirra. Íslenzk stjórnvöld ættu til dæmis ekki bara að vera að tala við Kína um samstarf á norðurslóðum og ísbrjótaheimsóknir; þau ættu að hvetja Kínverja til að breyta um afstöðu í Sýrlandsmálinu. Ýmislegt bendir til að stjórn Assads sé að hrynja. Einn af nánustu stuðningsmönnum hans, hershöfðinginn Manaf Tlas, var í gær sagður hafa flúið land. En þar með er ekki sagt að friður komist á í Sýrlandi. Stjórnarandstaðan er margklofin og trúar- og þjóðernisdeilur krauma undir yfirborðinu. Ekki sízt þess vegna er svo mikilvægt að ríki heims hafi sameiginlega, trúverðuga áætlun um hvað eigi að taka við í Sýrlandi og Rússland og Kína hætti þessum fráleita kaldastríðsleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum. Og áfram stendur umheimurinn hjá, meira og minna ráðþrota gagnvart þessari mannvonzku. Mannréttindasamtök og hreyfingar stjórnarandstæðinga í Sýrlandi krefjast aðgerða. Amnesty International og Human Rights Watch hafa til að mynda farið fram á að Alþjóðaglæpadómstóllinn verði virkjaður til að rétta yfir þeim, hvort heldur er úr stjórnarliðinu eða andspyrnuhreyfingunni, sem framið hafa stríðsglæpi. Uppreisnarmenn hafa farið fram á að önnur ríki framfylgi flugbanni yfir landinu, eins og NATO gerði í Líbýu. Sömuleiðis hefur verið farið fram á vopnasölubann á Sýrland og harðari efnahagslegar refsiaðgerðir. Í gær komu tugir ríkja, sem kalla sig vini sýrlenzku þjóðarinnar, saman í París og reyndu að finna leiðir til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Þrátt fyrir harðorðar lokayfirlýsingar er því miður ekki ástæða til að ætla að árangurinn verði mikið meiri en hingað til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi gerðist ekki mikið annað en að fyrri yfirlýsingar voru endurteknar – og þær hafa ekki dugað til að fá Assad og stjórn hans til að hætta að drepa borgarana. Sýrlenzk stjórnvöld hafa til dæmis ekkert hlustað á vikugamla samþykkt um að þeim beri að koma á bráðabirgðastjórn með uppreisnarmönnum. Í öðru lagi er ósamkomulag í hópnum um hvort eigi að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi eða ekki. Sádi-Arabía og Katar senda þeim vopn til að vega upp á móti vopnasendingum Rússa til sýrlenzkra stjórnvalda. Þetta hellir eingöngu olíu á eldinn í landinu. Síðast en ekki sízt vantaði á fundinn í París ríkin sem hafa til þessa verið helztu stuðningsmenn stjórnar Assads; Rússland, Kína og Íran. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar mánuðum saman komið í veg fyrir að gripið verði til einhverra aðgerða sem duga til að koma Assad frá völdum og ná tökum á ástandinu í landinu. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Kína og Rússland harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að Assad verði látinn taka pokann sinn. „Ég held að Kínverjum og Rússum finnist þeir ekki vera látnir gjalda fyrir stuðning sinn við stjórn Assads í einu eða neinu," sagði Clinton. Það er rétt hjá henni. Ríki heims hafa ekki sett þann þrýsting á stjórnvöld í Moskvu og Peking sem þau ættu að gera vegna þessarar afstöðu þeirra. Íslenzk stjórnvöld ættu til dæmis ekki bara að vera að tala við Kína um samstarf á norðurslóðum og ísbrjótaheimsóknir; þau ættu að hvetja Kínverja til að breyta um afstöðu í Sýrlandsmálinu. Ýmislegt bendir til að stjórn Assads sé að hrynja. Einn af nánustu stuðningsmönnum hans, hershöfðinginn Manaf Tlas, var í gær sagður hafa flúið land. En þar með er ekki sagt að friður komist á í Sýrlandi. Stjórnarandstaðan er margklofin og trúar- og þjóðernisdeilur krauma undir yfirborðinu. Ekki sízt þess vegna er svo mikilvægt að ríki heims hafi sameiginlega, trúverðuga áætlun um hvað eigi að taka við í Sýrlandi og Rússland og Kína hætti þessum fráleita kaldastríðsleik.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun