Hvar eru talsmenn neytenda? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. júlí 2012 06:00 Íslenzk stjórnvöld hafa engan vilja sýnt til að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi, þótt það sé eitt það dýrasta í heimi, eða nýta tækifæri sem alþjóðlegir samningar gefa til að auka samkeppni í viðskiptum með búvörur. Ekki er hægt að sjá neinn mun á viljaleysinu á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á þingi undanfarin ár. Þetta skrifuðu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ), og Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, í grein í Fréttablaðinu í gær. Það er rétt hjá greinarhöfundunum að þetta er dapurleg lýsing á staðreyndum. Andrés og Margrét segja ennfremur: „Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum." Þau rekja kærur til umboðsmanns Alþingis, kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA og dómsmál vegna framkvæmdar Íslands á alþjóðasamningum. „Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins," skrifa forystumenn SVÞ. Þau bæta við að fullyrða megi að staðan væri önnur ef verja þyrfti útflutningshagsmuni Íslands samkvæmt sömu alþjóðasamningum; þá hefðu stjórnvöld gengið fram fyrir skjöldu. „Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins á annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða," segja Andrés og Margrét. Þessi tvískinnungur íslenzkra stjórnvalda hefur komið vel fram í samningaviðræðum á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukna fríverzlun. Sömu samningamenn, í umboði sama ráðherra, halda því annars vegar fram að afnema eigi tolla á sjávarafurðum og ríkisstyrki til sjávarútvegs, en hins vegar að halda beri háum tollum á búvörum og ríkisstyrkjum til landbúnaðarins. Þó færa önnur ríki fram sömu rök fyrir vernd sjávarútvegsins og Ísland fyrir vernd landbúnaðarins. Talsmenn landbúnaðarins fagna því líka að nýjar heilbrigðisreglur auðveldi framleiðendum íslenzkrar búvöru stórlega að koma vöru sinni á markað í ríkjum Evrópusambandsins, en kvarta undan því að sömu reglur rýmki um of fyrir innflutningi hingað til lands. Þetta er stefna sem er í mótsögn við sjálfa sig, óskiljanleg og fáránleg. Fríverzlun og frjáls samkeppni stuðlar að lægra vöruverði og er eitt mikilvægasta hagsmunamál neytenda. Hvernig stendur þá á því að á Alþingi ríkir samstaða um að verja þessa bjánalegu fríverzlunarstefnu og úrelt haftakerfi landbúnaðarins, ef ekki í verki þá með þögninni? Margrét og Andrés lýsa eftir hópi stjórnmálamanna, þvert á flokka, sem hafi kjark til að beita sér fyrir breytingum í þágu neytenda. Hvar eru þeir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Íslenzk stjórnvöld hafa engan vilja sýnt til að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi, þótt það sé eitt það dýrasta í heimi, eða nýta tækifæri sem alþjóðlegir samningar gefa til að auka samkeppni í viðskiptum með búvörur. Ekki er hægt að sjá neinn mun á viljaleysinu á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á þingi undanfarin ár. Þetta skrifuðu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ), og Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, í grein í Fréttablaðinu í gær. Það er rétt hjá greinarhöfundunum að þetta er dapurleg lýsing á staðreyndum. Andrés og Margrét segja ennfremur: „Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum." Þau rekja kærur til umboðsmanns Alþingis, kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA og dómsmál vegna framkvæmdar Íslands á alþjóðasamningum. „Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins," skrifa forystumenn SVÞ. Þau bæta við að fullyrða megi að staðan væri önnur ef verja þyrfti útflutningshagsmuni Íslands samkvæmt sömu alþjóðasamningum; þá hefðu stjórnvöld gengið fram fyrir skjöldu. „Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins á annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða," segja Andrés og Margrét. Þessi tvískinnungur íslenzkra stjórnvalda hefur komið vel fram í samningaviðræðum á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukna fríverzlun. Sömu samningamenn, í umboði sama ráðherra, halda því annars vegar fram að afnema eigi tolla á sjávarafurðum og ríkisstyrki til sjávarútvegs, en hins vegar að halda beri háum tollum á búvörum og ríkisstyrkjum til landbúnaðarins. Þó færa önnur ríki fram sömu rök fyrir vernd sjávarútvegsins og Ísland fyrir vernd landbúnaðarins. Talsmenn landbúnaðarins fagna því líka að nýjar heilbrigðisreglur auðveldi framleiðendum íslenzkrar búvöru stórlega að koma vöru sinni á markað í ríkjum Evrópusambandsins, en kvarta undan því að sömu reglur rýmki um of fyrir innflutningi hingað til lands. Þetta er stefna sem er í mótsögn við sjálfa sig, óskiljanleg og fáránleg. Fríverzlun og frjáls samkeppni stuðlar að lægra vöruverði og er eitt mikilvægasta hagsmunamál neytenda. Hvernig stendur þá á því að á Alþingi ríkir samstaða um að verja þessa bjánalegu fríverzlunarstefnu og úrelt haftakerfi landbúnaðarins, ef ekki í verki þá með þögninni? Margrét og Andrés lýsa eftir hópi stjórnmálamanna, þvert á flokka, sem hafi kjark til að beita sér fyrir breytingum í þágu neytenda. Hvar eru þeir?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun