Óvirðing Þórður Snær Júlíusson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að „menn vilja hafa þessa arðsemi" í geiranum. Hann bætti við að „jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett". Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíufélaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! „Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu," segir Hermann. En virðing fyrir of mikilli skuldsetningu samkeppnisaðila og vilji til að „hafa þessa arðsemi" eru ekki boðleg rök fyrir því að hlunnfara neytendur. Hermann sendi reyndar frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að viðtalið birtist þar sem hann sagðist hafa verið að skírskota til tímans eftir hrun, þegar enn átti eftir að þurrka út skuldahala olíufélaga með töfrasprota fjárhagslegrar endurskipulagningar til að gera þau rekstrarhæf. Engu máli skiptir hins vegar hvaða tímabil hann á við. Viðmótið og viljinn er engu að síður jafn ógeðfellt. Það er heldur ekki eins og olíufélögin séu á flæðiskeri stödd. Í maí síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að fjórir stærstu eldsneytissalar landsins hefðu selt vörur fyrir samtals 18,3 milljörðum króna meira á árinu 2011 en þeir gerðu árið á undan. Heildarvelta N1, Olís, Skeljungs og Atlantsolíu í fyrra var 125,6 milljarðar króna. Tvö félaganna hafa birt uppgjör fyrir árið 2011. N1 hagnaðist um 4,5 milljarða króna og Skeljungur um 629 milljónir króna. Íslendingar þekkja olíusamráð vel, enda gerðust þrjú stærstu olíufélög landsins sek um víðtæk brot á því sviði á árunum 1993 til ársins 2001. Vegna þessa hafa þau greitt skaðabætur til fjölmargra aðila. 1,5 milljarða króna sekt, sem samkeppnisyfirvöld lögðu á þau, var reyndar felld niður í mars síðastliðnum vegna þess að annmarkar höfðu verið á meðferð málsins á stjórnsýslustigi. Sakamál sem höfðað var gegn forstjórum félaganna þriggja fékk auk þess ekki efnislega meðferð vegna þess að fyrirkomulag í lögum um meðferð svona mála var ekki nógu skýrt. Þeir voru því ekki dæmdir fyrir hlutdeild sína í brotum sem fyrirtækin sem þeir stýrðu frömdu, eins og Hæstiréttur hefur margstaðfest með dómum. Ekki er hins vegar efast um að brotið var gegn neytendum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem voru í viðskiptum við olíufélögin. Lögmaður Samkeppniseftirlitsins sagði enda fyrir dómi í mars síðastliðnum að „um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem hefur verið upplýst hér á landi". Og nú, miðað við orð Hermanns, virðist lítið hafa breyst. Í landi eins og Íslandi, sem er dreifbýlt og án boðlegra almenningssamgangna, neyðast neytendur hins vegar til að versla við þessi félög. Og sætta sig við að eldsneytiskaup verða sífellt stærra hlutfall af heildarútgjöldum heimila. Á sama tíma og menn í bransanum „vilja þessa arðsemi" og umgangast hver annan „af einhverri virðingu". Sú virðing nær ekki til neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að „menn vilja hafa þessa arðsemi" í geiranum. Hann bætti við að „jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett". Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíufélaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! „Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu," segir Hermann. En virðing fyrir of mikilli skuldsetningu samkeppnisaðila og vilji til að „hafa þessa arðsemi" eru ekki boðleg rök fyrir því að hlunnfara neytendur. Hermann sendi reyndar frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að viðtalið birtist þar sem hann sagðist hafa verið að skírskota til tímans eftir hrun, þegar enn átti eftir að þurrka út skuldahala olíufélaga með töfrasprota fjárhagslegrar endurskipulagningar til að gera þau rekstrarhæf. Engu máli skiptir hins vegar hvaða tímabil hann á við. Viðmótið og viljinn er engu að síður jafn ógeðfellt. Það er heldur ekki eins og olíufélögin séu á flæðiskeri stödd. Í maí síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að fjórir stærstu eldsneytissalar landsins hefðu selt vörur fyrir samtals 18,3 milljörðum króna meira á árinu 2011 en þeir gerðu árið á undan. Heildarvelta N1, Olís, Skeljungs og Atlantsolíu í fyrra var 125,6 milljarðar króna. Tvö félaganna hafa birt uppgjör fyrir árið 2011. N1 hagnaðist um 4,5 milljarða króna og Skeljungur um 629 milljónir króna. Íslendingar þekkja olíusamráð vel, enda gerðust þrjú stærstu olíufélög landsins sek um víðtæk brot á því sviði á árunum 1993 til ársins 2001. Vegna þessa hafa þau greitt skaðabætur til fjölmargra aðila. 1,5 milljarða króna sekt, sem samkeppnisyfirvöld lögðu á þau, var reyndar felld niður í mars síðastliðnum vegna þess að annmarkar höfðu verið á meðferð málsins á stjórnsýslustigi. Sakamál sem höfðað var gegn forstjórum félaganna þriggja fékk auk þess ekki efnislega meðferð vegna þess að fyrirkomulag í lögum um meðferð svona mála var ekki nógu skýrt. Þeir voru því ekki dæmdir fyrir hlutdeild sína í brotum sem fyrirtækin sem þeir stýrðu frömdu, eins og Hæstiréttur hefur margstaðfest með dómum. Ekki er hins vegar efast um að brotið var gegn neytendum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem voru í viðskiptum við olíufélögin. Lögmaður Samkeppniseftirlitsins sagði enda fyrir dómi í mars síðastliðnum að „um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem hefur verið upplýst hér á landi". Og nú, miðað við orð Hermanns, virðist lítið hafa breyst. Í landi eins og Íslandi, sem er dreifbýlt og án boðlegra almenningssamgangna, neyðast neytendur hins vegar til að versla við þessi félög. Og sætta sig við að eldsneytiskaup verða sífellt stærra hlutfall af heildarútgjöldum heimila. Á sama tíma og menn í bransanum „vilja þessa arðsemi" og umgangast hver annan „af einhverri virðingu". Sú virðing nær ekki til neytenda.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun