Pitsur með kolkrabba og jógúrt 13. september 2012 14:30 Þorleifur Jónsson býður upp á hátt í eitt hundrað áleggstegundir á staðnum sínum. fréttablaðið/gva „Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt," segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg. Þar hefur hann undanfarið rekið ítalskan veitingastað með pastaréttum í bland við pitsur. Núna hefur Tolli ákveðið að einbeita sér að pitsunum og er hann þegar búinn að segja kokkinum sínum upp. Framandi áleggstegundir verða í boði sem Tolli hefur verið að þróa áfram síðan hann seldi Eldsmiðjuna fyrir fimm árum eftir að hafa átt staðinn í þrettán ár og gert hann landsþekktan. „Ég hef alltaf verið svolítið á undan minni samtíð með þetta," segir hann um áleggstegundirnar og bætir við að kominn hafi verið tími á breytingar. „Aðsóknin í pitsuna varð alltaf meiri og meiri og svo fengum við verðlaun í Grapevine fyrir bestu pitsuna. Í dag vantar svona stað fyrir fullorðið fólk." Tolli samdi á sínum tíma við kaupendur Eldsmiðjunnar um að halda sig fjarri veitingabransanum í fimm ár. Núna eru þau liðin og Tolli ætlar að koma sterkur til baka. Líklegt er að nýi matseðillinn verði kynntur á mánudaginn. Að sögn Tolla verður sú nýbreytni í boði að viðskiptavinir geta pantað pitsur til sín út í bíl. Einnig er líklegt að hægt verði að fá heimsenda þá fáu pastarétti sem verða í boði. En hvernig smakkast eiginlega kolkrabbapitsa? „Hún er bara allt í lagi. En hún er öðruvísi og það eru ekki margir sem myndu vilja hana." -fb Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
„Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt," segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg. Þar hefur hann undanfarið rekið ítalskan veitingastað með pastaréttum í bland við pitsur. Núna hefur Tolli ákveðið að einbeita sér að pitsunum og er hann þegar búinn að segja kokkinum sínum upp. Framandi áleggstegundir verða í boði sem Tolli hefur verið að þróa áfram síðan hann seldi Eldsmiðjuna fyrir fimm árum eftir að hafa átt staðinn í þrettán ár og gert hann landsþekktan. „Ég hef alltaf verið svolítið á undan minni samtíð með þetta," segir hann um áleggstegundirnar og bætir við að kominn hafi verið tími á breytingar. „Aðsóknin í pitsuna varð alltaf meiri og meiri og svo fengum við verðlaun í Grapevine fyrir bestu pitsuna. Í dag vantar svona stað fyrir fullorðið fólk." Tolli samdi á sínum tíma við kaupendur Eldsmiðjunnar um að halda sig fjarri veitingabransanum í fimm ár. Núna eru þau liðin og Tolli ætlar að koma sterkur til baka. Líklegt er að nýi matseðillinn verði kynntur á mánudaginn. Að sögn Tolla verður sú nýbreytni í boði að viðskiptavinir geta pantað pitsur til sín út í bíl. Einnig er líklegt að hægt verði að fá heimsenda þá fáu pastarétti sem verða í boði. En hvernig smakkast eiginlega kolkrabbapitsa? „Hún er bara allt í lagi. En hún er öðruvísi og það eru ekki margir sem myndu vilja hana." -fb
Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira