Áminning um lærdóm sögunnar 16. október 2012 06:00 Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Að þessu sinni ákvað nefndin að veita Evrópusambandinu verðlaunin. Um þá ákvörðun má vissulega deila. Það hefur samt verið sérkennilegt að sjá hvernig bæði í Noregi og hér á landi er gagnrýnin að stórum hluta sett fram í ofurþröngu samhengi deilna um aðild að ESB, svona eins og norska Nóbelsnefndin leggi í vana sinn að troða skoðunum nefndarmanna á norskri pólitík inn í val á friðarverðlaunahafa. Sumt af þessari gagnrýni ber einkenni þeirrar öfgakenndu og vanþroskuðu Evrópuumræðu sem við erum orðin svo vön; Evrópusambandinu er stillt upp sem einhvers konar andlýðræðislegu og lítt friðelskandi skrímsli. Það er eins og sumir gleymi því að í ESB eru öll nánustu vina- og bandalagsríki bæði Íslands og Noregs, sem eru líkust okkur af löndum heims og við eigum nánust samskipti við. Ef Evrópusambandið er svona vont, hlýtur það að segja sína sögu um jafnnáin samstarfsríki þess – eða hvað? Tímasetning verðlaunaveitingarinnar hefur verið gagnrýnd; að einmitt nú þegar ESB sé í kreppu fái það klapp á bakið fyrir afrek sín í fortíðinni. Staðreyndin er hins vegar að þetta er rétti tímapunkturinn til að minna á stórmerkilegan árangur Evrópusamstarfsins. Þeir sem gera lítið úr honum virðast hafa gleymt því að um aldabil var Evrópa álfa sífellds ófriðar. Friðurinn sem ríkt hefur undanfarna sex áratugi er langt frá því sjálfgefinn. ESB snýst ekki bara um efnahagsmál. Upprunalegt markmið hinna evrópsku stofnana sem síðar urðu að ESB var að samtvinna efnahagslíf aðildarríkjanna svo rækilega að stríð þeirra á milli yrði óhugsandi. Engum dettur nú lengur í hug að Þýzkaland og Frakkland fari í stríð eina ferðina enn og taki álfuna alla með sér. ESB gaf síðar ríkjum, sem hafa kastað af sér oki einræðis herforingjastjórna eða kommúnísks alræðis, fyrirheit um efnahagslegan ávinning af samstarfi á forsendum frjáls markaðar, en setti um leið skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Fyrir hálfri öld hefði fáa dreymt um að Suður- og Austur-Evrópuríkin yrðu sameinuð Vestur-Evrópuríkjunum í jafnnánu og friðsamlegu samstarfi og raun ber nú vitni. Um leið og Nóbelsverðlaunin minna á þennan árangur, eru þau áminning til Evrópuríkjanna um að missa ekki sjónar á því sem skapaði hann; hugsjóninni um sameinaða Evrópu, umburðarlyndi og samstarfsvilja. Efnahagserfiðleikarnir reyna á samstarfið og meðal viðbragða við þeim er uppgangur lýðskrumara, sem ala á sundrungu, þjóðrembu og efnahagslegri einangrunarstefnu. Hafi sagan kennt Evrópu eitthvað er það að slíkar hugmyndir leiða okkur út í ófrið og örbirgð. Leiðin til friðar og velsældar liggur áfram um æ nánara samstarf Evrópuríkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Að þessu sinni ákvað nefndin að veita Evrópusambandinu verðlaunin. Um þá ákvörðun má vissulega deila. Það hefur samt verið sérkennilegt að sjá hvernig bæði í Noregi og hér á landi er gagnrýnin að stórum hluta sett fram í ofurþröngu samhengi deilna um aðild að ESB, svona eins og norska Nóbelsnefndin leggi í vana sinn að troða skoðunum nefndarmanna á norskri pólitík inn í val á friðarverðlaunahafa. Sumt af þessari gagnrýni ber einkenni þeirrar öfgakenndu og vanþroskuðu Evrópuumræðu sem við erum orðin svo vön; Evrópusambandinu er stillt upp sem einhvers konar andlýðræðislegu og lítt friðelskandi skrímsli. Það er eins og sumir gleymi því að í ESB eru öll nánustu vina- og bandalagsríki bæði Íslands og Noregs, sem eru líkust okkur af löndum heims og við eigum nánust samskipti við. Ef Evrópusambandið er svona vont, hlýtur það að segja sína sögu um jafnnáin samstarfsríki þess – eða hvað? Tímasetning verðlaunaveitingarinnar hefur verið gagnrýnd; að einmitt nú þegar ESB sé í kreppu fái það klapp á bakið fyrir afrek sín í fortíðinni. Staðreyndin er hins vegar að þetta er rétti tímapunkturinn til að minna á stórmerkilegan árangur Evrópusamstarfsins. Þeir sem gera lítið úr honum virðast hafa gleymt því að um aldabil var Evrópa álfa sífellds ófriðar. Friðurinn sem ríkt hefur undanfarna sex áratugi er langt frá því sjálfgefinn. ESB snýst ekki bara um efnahagsmál. Upprunalegt markmið hinna evrópsku stofnana sem síðar urðu að ESB var að samtvinna efnahagslíf aðildarríkjanna svo rækilega að stríð þeirra á milli yrði óhugsandi. Engum dettur nú lengur í hug að Þýzkaland og Frakkland fari í stríð eina ferðina enn og taki álfuna alla með sér. ESB gaf síðar ríkjum, sem hafa kastað af sér oki einræðis herforingjastjórna eða kommúnísks alræðis, fyrirheit um efnahagslegan ávinning af samstarfi á forsendum frjáls markaðar, en setti um leið skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Fyrir hálfri öld hefði fáa dreymt um að Suður- og Austur-Evrópuríkin yrðu sameinuð Vestur-Evrópuríkjunum í jafnnánu og friðsamlegu samstarfi og raun ber nú vitni. Um leið og Nóbelsverðlaunin minna á þennan árangur, eru þau áminning til Evrópuríkjanna um að missa ekki sjónar á því sem skapaði hann; hugsjóninni um sameinaða Evrópu, umburðarlyndi og samstarfsvilja. Efnahagserfiðleikarnir reyna á samstarfið og meðal viðbragða við þeim er uppgangur lýðskrumara, sem ala á sundrungu, þjóðrembu og efnahagslegri einangrunarstefnu. Hafi sagan kennt Evrópu eitthvað er það að slíkar hugmyndir leiða okkur út í ófrið og örbirgð. Leiðin til friðar og velsældar liggur áfram um æ nánara samstarf Evrópuríkja.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun