Engar léttklæddar takk! 9. janúar 2013 11:30 Minna mun sjást af berum leggjum á bílasýningunni í Brussel en í fyrra Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent
Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent