Þriggja strokka BMW 8. janúar 2013 11:31 Þriggja strokka vélin mun fyrst sjást í BMW 1-línunni Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent
Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent