Þriggja strokka BMW 8. janúar 2013 11:31 Þriggja strokka vélin mun fyrst sjást í BMW 1-línunni Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent
Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent