Mega ekki sitja klofvega á mótorhjólum 7. janúar 2013 16:15 Þessi kona verður ekki handtekin fyrir að sitja ranglega á mótorhjóli í Ache Í síðustu árum hafa sífellt strangari Sharialög tekið gildi í AcheÍ Ache héraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað "óeðli" í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög. Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent
Í síðustu árum hafa sífellt strangari Sharialög tekið gildi í AcheÍ Ache héraði í Indónesíu hafa verið tekin upp Sharialög. Með þeim fylgja margsháttar boð og bönn sem oft beinast aðeins að konum. Eitt þeirra er að þegar konur sitja fyrir aftan menn á mótorhjólum mega þær ekki sitja klofvega, heldur eins og þær séu í söðli, líkt og íslenskt kvenfólk gerði lengi á Íslandi. Þar segir ennfremur að kona sem sitji í söðli líti út eins og kona en ef hún sitji klofvega særi hún blygðunarkennd fólks og kvenleg gildi. Sharialögin sem fylgt er eftir með sérstakri Sharia lögreglu bannar einnig þröngar gallabuxur, heimilar að grýta konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum og kveður á um að fólk með óviðurkvæmilega klippingu, eins og hanakamb, of sítt hár og annað "óeðli" í hárburði skuli klippt á réttan hátt. Ache er eina hérað Indónesíu sem tekið hefur upp Sharialög.
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent