Audi spreðar í baráttunni við BMW 3. janúar 2013 09:49 Flaggskipið Audi A8. Audi, sem er í eigu Volkswagen, ætlar að eyða 2.200 milljörðum króna á næstu þremur árum í þróun nýrra bíla. Er þetta hluti af því aðgerðarplani Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018, en einnig í því augnamiði að Audi taki fram úr BMW í sölu bíla ekki seinna en í enda þessa áratugar. Audi ætlar að selja yfir tvær milljónir bíla á ári þegar áratugurinn er á enda. BMW áætlar að selja 1,54 milljón bíla á þessu ári. Fjármunirnir verða að stórum hluta settir í þróun á léttum yfirbyggingum bíla Audi, sem og þróun nýrra bílvéla. Þá verða settar upp nýjar verksmiðjur í Ungverjalandi, Kína og Mexíkó. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent
Audi, sem er í eigu Volkswagen, ætlar að eyða 2.200 milljörðum króna á næstu þremur árum í þróun nýrra bíla. Er þetta hluti af því aðgerðarplani Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018, en einnig í því augnamiði að Audi taki fram úr BMW í sölu bíla ekki seinna en í enda þessa áratugar. Audi ætlar að selja yfir tvær milljónir bíla á ári þegar áratugurinn er á enda. BMW áætlar að selja 1,54 milljón bíla á þessu ári. Fjármunirnir verða að stórum hluta settir í þróun á léttum yfirbyggingum bíla Audi, sem og þróun nýrra bílvéla. Þá verða settar upp nýjar verksmiðjur í Ungverjalandi, Kína og Mexíkó.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent