Verkfall í Belgíu skaðar Ford 20. janúar 2013 09:00 Ford Mondeo er ein þeirra þriggja bílgerða sem smíðaðir eru í Genk Ekki hefur verið framleiddur einn einasti bíll í verksmiðjunni í 3 mánuði. Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Ekki hefur verið framleiddur einn einasti bíll í verksmiðjunni í 3 mánuði. Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent