Skoda nálgast milljón bíla á ári 17. janúar 2013 11:18 Skoda jók söluna á síðasta ári í V-Evrópu þrátt fyrir snarminnkandi heildarsölu þar. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins í Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Skoda jók söluna á síðasta ári í V-Evrópu þrátt fyrir snarminnkandi heildarsölu þar. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins í Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent