Renault og Fiat segja upp starfsfólki 16. janúar 2013 12:15 Það eru erfiðir dagar nú hjá bílaframleiðendum í suðurhluta Evrópu Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent