Þriggja sætaraða Volkswagen 13. janúar 2013 18:47 Laglegar línur, en minna nokkuð á Jeep Grand Cherokee Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Reyndar á Volkswagen Touran bílinn, sem fá má með þriðju sætaröðinni, en þeir virðast ekki treysta honum í samkeppnina. Sá bíll flokkast sem fjölnotabíll (MPV) og er ólíkur jeppunum sem nýi bíllinn á að keppa við. Nýi bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Reyndar á Volkswagen Touran bílinn, sem fá má með þriðju sætaröðinni, en þeir virðast ekki treysta honum í samkeppnina. Sá bíll flokkast sem fjölnotabíll (MPV) og er ólíkur jeppunum sem nýi bíllinn á að keppa við. Nýi bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent