Lækkar bensínið í ár? 13. janúar 2013 11:00 Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent
Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent