Sjöunda kynslóð Golf 11. janúar 2013 09:00 Nýr Golf hefur ekki breyst ýkja mikið frá fyrri gerð en er allur fágaðri Nýi Golfinn er 100 kílóum léttari en forverinn. Það eru ekki margir bílarnir sem selst hafa í 35 milljónum eintaka, en það á þó við um Volkswagen Golf. Hann kom fyrst á markað árið 1974 og á því tæplega 40 ára sögu. Á morgun má berja sjöundu kynslóð Golf augum á frumsýningu bílsins hjá Heklu. Fyrsta kynslóð Golf var í framleiðslu frá 1974 til 1983, þegar önnur kynslóðin sá dagsins ljós, aðeins lengri, breiðari, jafnt að utan sem innan og með lengra hjólhaf. Til gamans má geta þess að þessi fyrsta kynslóð Golf var framleidd áfram lítið breytt í Suður-Afríku allt fram til ársins 2009. Næstu kynslóðir Golf tóku áfram breytingum, þriðja kynslóðin kom fram 1991 og þá með túrbódísilvél með beinni innsprautun eldsneytis, TDI, og einnig með nýrri V-6 vél, 2,8 lítra VR6. Með þriðju kynslóðinni fóru línurnar í útlitinu að mýkjast og þessi gerð Golf var valinn „Bíll ársins 1992 í Evrópu". Með fjórðu kynslóðinni sem kom fram á sjónarsviðið 1997 varð Golf enn rennilegri, og fimmta kynslóðin sem var frumsýnd 2003 var mjög svipuð í útliti. GTI-gerðin kom með 200 hestafla útgáfu af tveggja lítra TFSI-vélinni. Sjötta kynslóðin sem kom á markað 2008 var að mestu byggð á sama grunni og sú næsta á undan, en með töluvert breyttu útliti, enn straumlínulagaðri, sem hjálpaði til við að draga úr eldsneytiseyðslu og einnig hljóðlátari. Meira var lagt upp úr innréttingu og notendavænleika. Sjöunda kynslóð Golf er að sögn hönnuða VW betri en nokkru sinni fyrr. Bíllinn er aflmeiri og sparneytnari en áður, hraðskreiðari, öruggari og léttari. Nýi Golfinn er 100 kílóum léttari en fyrirrennarinn. Hann er líka verulega sparneytnari, því hann eyðir allt að 23% minna eldsneyti, sem auðvitað fer eftir vélargerð. Sjöunda kynslóð Golf er einnig væntanleg með BlueMotion-tækni og í þeirri útgáfu verður eyðslan aðeins 3,2 lítrar á hundraðið og sendir bíllinn aðeins 85 grömm af CO2 út í andrúmsloftið á hvern ekinn kílómetra. Fótarými í aftursæti hefur verið aukið og farangursrými er 30 lítrum stærra. Hvað öryggið varðar þá er í bílnum hemlakerfi með árekstarvörn, skriðstillir sem aðlagar sig að akstursaðstæðum og heldur jafnri fjarlægð frá næsta bíl og eykur eða minnkar hraðann í samræmi við flæði umferðarinnar. Hann er einnig með skynjara að framan fyrir neyðarhemlun, „akreinaaðstoð" og „þreytuskynjun", sem fylgist með aksturslagi ökumanns og gefur viðvörunarhljóð ef vart verður við ónákvæm viðbrögð vegna þreytu í akstri. Volkswagen Golf verður frumsýndur hjá Heklu á laugardaginn milli kl. 12 og 16, sem og hjá umboðsmönnum um landið. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent
Nýi Golfinn er 100 kílóum léttari en forverinn. Það eru ekki margir bílarnir sem selst hafa í 35 milljónum eintaka, en það á þó við um Volkswagen Golf. Hann kom fyrst á markað árið 1974 og á því tæplega 40 ára sögu. Á morgun má berja sjöundu kynslóð Golf augum á frumsýningu bílsins hjá Heklu. Fyrsta kynslóð Golf var í framleiðslu frá 1974 til 1983, þegar önnur kynslóðin sá dagsins ljós, aðeins lengri, breiðari, jafnt að utan sem innan og með lengra hjólhaf. Til gamans má geta þess að þessi fyrsta kynslóð Golf var framleidd áfram lítið breytt í Suður-Afríku allt fram til ársins 2009. Næstu kynslóðir Golf tóku áfram breytingum, þriðja kynslóðin kom fram 1991 og þá með túrbódísilvél með beinni innsprautun eldsneytis, TDI, og einnig með nýrri V-6 vél, 2,8 lítra VR6. Með þriðju kynslóðinni fóru línurnar í útlitinu að mýkjast og þessi gerð Golf var valinn „Bíll ársins 1992 í Evrópu". Með fjórðu kynslóðinni sem kom fram á sjónarsviðið 1997 varð Golf enn rennilegri, og fimmta kynslóðin sem var frumsýnd 2003 var mjög svipuð í útliti. GTI-gerðin kom með 200 hestafla útgáfu af tveggja lítra TFSI-vélinni. Sjötta kynslóðin sem kom á markað 2008 var að mestu byggð á sama grunni og sú næsta á undan, en með töluvert breyttu útliti, enn straumlínulagaðri, sem hjálpaði til við að draga úr eldsneytiseyðslu og einnig hljóðlátari. Meira var lagt upp úr innréttingu og notendavænleika. Sjöunda kynslóð Golf er að sögn hönnuða VW betri en nokkru sinni fyrr. Bíllinn er aflmeiri og sparneytnari en áður, hraðskreiðari, öruggari og léttari. Nýi Golfinn er 100 kílóum léttari en fyrirrennarinn. Hann er líka verulega sparneytnari, því hann eyðir allt að 23% minna eldsneyti, sem auðvitað fer eftir vélargerð. Sjöunda kynslóð Golf er einnig væntanleg með BlueMotion-tækni og í þeirri útgáfu verður eyðslan aðeins 3,2 lítrar á hundraðið og sendir bíllinn aðeins 85 grömm af CO2 út í andrúmsloftið á hvern ekinn kílómetra. Fótarými í aftursæti hefur verið aukið og farangursrými er 30 lítrum stærra. Hvað öryggið varðar þá er í bílnum hemlakerfi með árekstarvörn, skriðstillir sem aðlagar sig að akstursaðstæðum og heldur jafnri fjarlægð frá næsta bíl og eykur eða minnkar hraðann í samræmi við flæði umferðarinnar. Hann er einnig með skynjara að framan fyrir neyðarhemlun, „akreinaaðstoð" og „þreytuskynjun", sem fylgist með aksturslagi ökumanns og gefur viðvörunarhljóð ef vart verður við ónákvæm viðbrögð vegna þreytu í akstri. Volkswagen Golf verður frumsýndur hjá Heklu á laugardaginn milli kl. 12 og 16, sem og hjá umboðsmönnum um landið.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent