Renault kynnir jeppling 30. janúar 2013 11:45 Captur verður byggður á sama undirvagni og Renault Clio. Franski bílasmiðurinn Renault hefur ekki tekið neinn þátt í samkeppninni á sívaxandi markaði fyrir jepplinga en nú skal gera bragabót á því. Renault ætlar að kynna til leiks þennan jeppling á bílasýningunni í Genf í mars og hefur hann fengið nafnið Captur. Hann verður smíðaður á sama undirvagni og Renault Clio fólksbíllinn. Vélarkostirnir í Captur verða líklega þeir sömu og eru í boði í Clio, eða 0,9 lítra og 1,2 lítra bensínvélar með túrbínu og 1,5 lítra dísilvél. Sex gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu tengir síðan vélina við drifrásina. Bíllinn verður smíðaður í Valladolid á Spáni. Það er vonandi að þessi knái jepplingur hjálpi Renault að bæta afkomuna, sem hefur ekki verið góð undanfarin misseri. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent
Captur verður byggður á sama undirvagni og Renault Clio. Franski bílasmiðurinn Renault hefur ekki tekið neinn þátt í samkeppninni á sívaxandi markaði fyrir jepplinga en nú skal gera bragabót á því. Renault ætlar að kynna til leiks þennan jeppling á bílasýningunni í Genf í mars og hefur hann fengið nafnið Captur. Hann verður smíðaður á sama undirvagni og Renault Clio fólksbíllinn. Vélarkostirnir í Captur verða líklega þeir sömu og eru í boði í Clio, eða 0,9 lítra og 1,2 lítra bensínvélar með túrbínu og 1,5 lítra dísilvél. Sex gíra sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu tengir síðan vélina við drifrásina. Bíllinn verður smíðaður í Valladolid á Spáni. Það er vonandi að þessi knái jepplingur hjálpi Renault að bæta afkomuna, sem hefur ekki verið góð undanfarin misseri.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent