Bannað að fá skráningarnúmerið GAYGUY 28. janúar 2013 10:00 Skráningarnúmerin JESUS4U og HATERS leyfð. James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Skráningarnúmerin JESUS4U og HATERS leyfð. James Cyrus Gilbert III, sem er samkynhneigður, hefur verið neitað um skráningarnúmerið GAYGUY á bíl sinn í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sótt um skráningarnúmerin 4GAYLIB og GAYPWR en einnig verið neitað um þau. Því hefur hann farið í mál við Georgia Department of Driver Services á grundvelli þess að tjáningarfrelsi hans sé heft með neitun stofnunarinnar. Í lögum í Georgíu varðandi skráningarplötur á bílum kveður á um bann við blótsyrðum, orðfæri sem sært gæti blygðunarkennd fólks eða hæðir fólk. Einnig er bann við trúarlegum skilaboðum, kynþáttar- eða þjóðernistengdum skilaboðum sem og hégómlegum. Engu að síður hafa skráningarplötur eins og HATERS, BLKBUTI og JESUS4U fengist skráð og er á það bent með kærunni sem James hefur lagt fram. Yfirvöld í Georgíufylki hafa viðurkennt að erfitt sé að fylgja þeim lögum sem um skráningarnúmerin gilda og mikið ósamræmi sé á túlkun þeirra og að ógerningur sé að gæta sjónarmiða hlutleysis. Í því ljósi er ólíklegt að stofnunin vinni málið og því er líklegt að James geti brátt ekið um götur fylkisins með skráningarnúmerið GAYGUY.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent