París-Dakar rallinu lauk um helgina í Santiago í Chile. Sigurvegari í bílaflokki var Stephané Peterhansel og það í tíunda skipti í París-Dakar. Hann ók á nýjum bíl Mini Clubman en hafði mörg ár þar á undan unnið á Volkswagen Touareg jeppa.
Annar varð annar Frakki, Giliel de Villiers á Íslandsbílnum góða Toyota Hilux. Hann varð þriðji í fyrra á sama bíl og vinnur næst ef hann heldur áfram að sækja á brattann! Villiers var 42 mínútum á eftir Peterhansel. Þriðji í keppninna var síðan Rússin Zhiltsov á samskonar bíl og Peterhansel, Mini Clubman.
Það voru 92 bílar sem kláruðu rallið af þeim 153 bílum sem hófu keppni. Þar af voru 4 Toyota Hilux bílar og kláruðu þeir allir keppnina, í öðru, tíunda, ellefta og fimmtánda sæti. Flottur árangur það.
